Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) síðustu viku ársins, dagana 25.-31. desember. Alls fengu 22 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 60 og 80 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A                      SSB á 17 metrum.
TF1EIN                  FT8 á 80, 60 og 12 metrum.
TF1EM                  FT8 á 10 metrum.
TF1VHF/B            CW á 6 metrum.
TF2CT                    FT8  á 30 og 6 metrum.
TF2MSN               FT4 á 15, 12 og 10 metrum og FT8 á 30 og 6 metrum.
TF3AK                   FT8 á 40, 20 og 17 metrum.
TF3AO                  SSB á 20 og 10 metrum.
TF3E                      SSB á 10 metrum.
TF3G                      FT8 á 15 metrum.
TF3JB                    FT8 á 6 metrum.
TF3MH                 FT8 á 12 metrum.
TF3PPN                RTTY á 10 metrum.
TF3SG                   CW á 80, 30 og 12 metrum.
TF3VE                   FT4 á 40 og 15 metrum og FT8 á 60 og 6 metrum.
TF3VS                    FT8 á 6 metrum.
TF3XO                   SSB á 20 metrum.
TF4M                    FT8 á 30, 17, 20 og 10 metrum.
TF5B                      FT8 á 17 metrum.
TF8KW                  FT8 á 60, 30, 10 og 6 metrum.
TF8RN                   SSB á 10 metrum.
TF8SM                  FT4 á 20 metrum og FT8 á 80, 40, 30 og 6 metrum.

.

Glæsileg fjarskiptaaðstaða Erlings Guðnasonar TF3E í Reykjavík. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF1AM.

Óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári 2025 með þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 9. janúar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

ARRL 10 metra keppnin 2024 fór fram helgina 14.-15. desember. Keppnisgögn voru send inn fyrir 4 TF kallmerki í jafn mörgum keppnisflokkum. Upplýsingar um bráðabirgðaniðurstöður (e. Raw Scores as calculated before log checking) hafa borist frá ARRL.

EINMENNINGSFLOKKUR Á MORSI “UNLIMITED” HÁAFL.
TF3W, ÍRA (Alex M. Senchurov, TF3UT).
582,384 heildarpunktar.

EINMENNINGSFLOKKUR Á MORSI, LÁGAFL.
TF3EO (Egill Ibsen).
95,784 heildarpunktar.

EINMENNINGSFLOKKUR Á MORSI „UNLIMITED“, LÁGAFL.
TF3DC (Óskar Sverrisson).
45,904 heildarpunktar

EINMENNINGSFLOKKUR Á TALI, LÁGAFL.
TF8KY (Hrafnkell Sigurðsson).
28,980 heildarpunktar.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Skilyrði voru ágæt í ATTL 10 metra keppninni 2024.

RAC WINTER CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardaginn 28. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum.
Skilaboð VE stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir fylki/landssvæði í Kanada.
Skilaboð annarra og VEØ: RS(T) + raðnúmer.
http://www.rac.ca/contesting-results/

YB Banggai DX Contest
Keppnin stendur yfir laugardaginn 28. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á tali á 80 og 40 metrum.Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://banggaidxcontest.com/

Stew Perry Topband Challenge
Keppnin hefst laugardag 28. desember kl. 15:00 og lýkur sunnudag 29. desember kl. 15:00.
Hún fer fram á morsi á 160 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew

Original QRP Contest
Keppnin hefst laugardag 28. desember kl. 15:00 og lýkur sunnudag 29. desember kl. 15:00.
Hún fer fram á morsi og tali á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + „/“ + aflflokkur
http://www.qrpcc.de/contestrules/oqrpr.html

YOTA CONTEST
Keppnin stendur yfir mánudaginn 30. desember frá kl. 10:00 til kl. 21:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í einmenningsflokki: RS(T) + aldur (m.v. 1.1.2024).
Skilaboð stöðva í fleirmenningsflokki: RS(T) + meðalaldur þátttakenda (m.v. 1.1.2024).
http://www.ham-yota.com/contest/

Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA hefur tekið þátt í flestum YOTA keppnunum og verður svo einnig nú og mun hún virkja TF3YOTA frá Skeljanesi mánudaginn 30. desember n.k.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2025.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 9. janúar n.k.

Verið velkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

FELD HELL CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardaginn 21. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á Feld Hell á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: Sjá reglur.
https://sites.google.com/site/feldhellclub/Home/contests/sprints/Happy-Birthday-Rudolph-Sprint

OK DX RTTY CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardaginn 21. desember frá kl. 00:00 til kl. 24:00.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
kilaboð: RST + CQ svæði.
http://okrtty.crk.cz/index.php?page=english

CROATIAN DX CONTEST.
Keppnin hefst á laugardag 21. desember kl. 14:00 og lýkur á sunnudag 22. desember kl. 14:00.
Hún fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð 9A stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir sýslu í 9A.
Skilaboð aðrir: RS(T) + ITU svæði.
http://www.hamradio.hr/9a-dx-contest/

RAEM CONTEST
Keppnin stendur yfir sunnudaginn 22. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Sjá reglur.
http://raem.srr.ru/rules/

ARRL ROOKIE ROUNDUP, CW.
Keppnin stendur yfir sunnudaginn 22. desember frá kl. 08:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Nafn + 2 tölustafir árs sem leyfi var gefið út + (ríki í USA/fylki í Kanada/fylki í Mexíkó/DXCC eining).
https://www.arrl.org/rookie-roundup

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 19. desember frá kl. 20 til 22.

Þetta er síðasti opnunardagur fyrir jól. Kaffiveitingar.

Næst verður opið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 9. janúar 2025.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

ARRL 10 metra keppnin 2024 fór fram helgina 14.-15. desember. A.m.k. fjögur TF kallmerki voru meðal þátttakenda: TF3EO, TF3VS, TF3W og TF8KY. Keppt var á morsi og/eða á tali.

Alls höfðu keppnisgögn fyrir 4895 kallmerki borist til ARRL í dag, þriðjudag 17. desember, en frestur til að skila inn gögnum rennur út á miðnætti á sunnudag.

Stjórn ÍRA.

Félagsstöð ÍRA, TF3W var virkjuð í keppninni af Alex M. Senchurov, TF3UT. Alex hafði 1,103 QSO á morsi eða alls 582,384 heildarpunkta. Sérstakar þakkir til Alex fyrir að setja stöðina í loftið og ná góðum árangri.
 

ARRL 10 METER CONTEST
Keppnin hefst laugardag 14. desember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 24:00.
Hún fer fram á morsi og tali á 10 metrum.
Skilaboð stöðva í W/VE: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada.
Skilaboð stöðva í XE: RS(T) + fylki í Mexíkó.
Skilaboð DX stöðva (þ.á.m. TF): RS(T) + raðnúmer.
Skilaboð Maritime Mobile (MM) stöðva: RS(T) + ITU Svæði.
https://www.arrl.org/10-meter

PODXS 070 Club Triple Play Low Band Sprint
Keppnin hefst á laugardag 14. desember og lýkur á mánudag 16. desember kl. 23:59.
Hún fer fram á PSK31 á 160, 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/triple-play-low-band-sprint

TRC DIGI CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 14. desember kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 18:00.
Hún fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TRC félaga: RST + raðnúmer + „TRC“.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
http://trcdx.org/rules-trc-digi/

SKCC Weekend Sprintathon
Keppnin hefst á laugardag 14. desember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 24:00.
Hún fer fram á morsi á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada/ DXCC eining) + Nafn + (SKCC Nr./“None“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

International Naval Contest
Keppnin hefst á laugardag 14. desember kl. 16:00 og lýkur á sunnudag 15. desember kl. 15:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð Naval klúbbfélaga: RS(T) + „Club“ + félagsnúmer.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.marac-radio.nl

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. desember fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.