Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember. Sérstakur gestur var Baldur Sigurðsson, TF6-009 félagsmaður okkar á Reyðarfirði (áður Egilsstöðum).

Mikið var rætt um loftnet, þ.á.m. dípóla og balun, vertíkala og Yagi lofnet. Einnig rætt um deltur sem geta verið spennandi lausn fyrir marga og m.a. vísað í fróðlega grein TF3KB sem birtist í næst síðasta hefti CQ TF (3. tbl. 2021).

Rætt um skilyrðin, en um helgina er síðasta stóra RTTY keppni ársins (WAE) á HF. Að mörgu leyti mjög áhugaverð keppni og vinsæl. Margir eru ánægðir með að 80 metrarnir eru lægsta band í keppninni því fæstir sem búa í þéttbýli hafa tök á að setja upp vel nothæft DX loftnet á því bandi.

Góð mæting var miðað við hve Covid-19 faraldurinn er að ná sér á strik, en 12 félagar komu í Skeljanes þetta frostmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Vefslóð á 3. tbl. CQ TF 2021: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf

Nýjustu tímaritunum flett yfir kaffinu við stóra fundarborðið. Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH.
Georg Kulp TF3GZ og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS í herbergi QSL stofunnar á 2. hæð.
Georg Kulp TF3GZ, Baldur Sigurðsson TF6-009 og Þórður Adolfsson TF3DT í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Georg Kulp TF3GZ, Björgvin Víglundsson TF3BOI og Baldur Sigurðsson TF6-009. Bjögvin er m.a. að velta fyrir sér kaupum á nýrri HF sendi-/móttökustöð um þessar mundir.
Við stóra fundarborðið. Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Kjartan Birgisson TF1ET og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Ljósmyndir: TF3JB.

Úrslit liggja fyrir í CQ WW WPX keppninni 2021 á morsi sem haldin var 28.-29. maí s.l. Keppnisgögn voru send inn fyrir 7 TF kallmerki, þar af 3 viðmiðunardagbækur (e. check-log).

Tvær stöðvar voru einnig skráðar með ábreiðu (e. overlay) í flokknum „Tribander/single element“.

Keppnisflokkar voru þrír: Öll bönd, lágafl; öll bönd háafl og 20 metrar háafl. Niðurstöður eru sýndar hér á eftir. (H) sýnir stöðuna yfir heiminn og (EU) sýnir stöðuna yfir Evrópu.

TF1AM           einm.fl., öll bönd, háafl: (H) 762 / (EU) 353.
TF3VS             einm.fl., öll bönd, lágafl: (H) 515 / (EU) 320.
TF/KA1IS        einm.fl., öll bönd, lágafl: (H) 164 / (EU) 106.
–                      einm.fl., öll bönd, lágafl, ábreiða (e. overlay) (H) 62 / (EU) 42.
TF3Y               einm.fl., 20M, háafl: (W) 136 / (EU) 78.
–                      einm.fl., 20M, háafl ábreiða (e. overlay): (H) 212 / (EU) 101.

Viðmiðunardagbækur: TF3DC, TF3JB og TF3SG.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpx.com/

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar.

Til stendur að prófa að koma á sambandi frá Skeljanesi gegnum samskiptaforrit fyrir þá sem ekki eiga heimangengt eða búa úti á landi. Nánari upplýsingar fljótlega.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

CQ World Wide DX SSB keppnin fór fram 30.-31. október. Keppnisgögn fyrir 11 TF kallmerki voru send inn, þar af 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log).

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2022.

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl:
TF2LL – H=142 / EU=46.
TF8KY – H=456 / EU= 154.
TF2CT – H=690 / EU=244.

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð:
TF3T – H=86 / EU=33.

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl:
TF2MSN – H=227 / EU=115.
TF3VS – H= 1375 / EU= 753.

Einmenningsflokkur, 10M, háafl, aðstoð:
TF3AO – H=93 / EU=58

Einmenningsflokkur, 15M, lágafl, aðstoð:
TF3DC – H=85 / EU=40.

Einmenningsflokkur, 20M, lágafl, aðstoð:
TF3JB – H=83 / EU= 57.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqww.com/raw.htm?mode=ph

Ein af stóru RTTY keppnum ársins  er Worked All Europe (WAE) keppnin. Hún verður haldin helgina 13.-14. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.

Í RTTY hlutanum gilda þær sérreglur, að er öllum heimilt að samband við alla. Það þýðir að sambönd á milli þátttakenda innan Evrópu eru heimil. QTC viðskipti verða hins vegar að eiga sér stað á milli stöðva á ólíkum meginlöndum.

Sambönd við hverja nýja WAE einingu (e.WAE entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði W, VE, VK, ZL, ZS, JA, BY, PY og RA8/RA9 og RAØ. Sjá nánar reglur. Til skýringar: WAE listi keppninnar samanstendur af fleiri einingum en DXCC. Skýringar eru í keppnisreglum.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir. Það er DARC, landsfélag radíóamatöra í Þýskalandi sem heldur keppnina.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Keppnisreglur: https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/wae-rules/

Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 mismunandi flokkum, auk viðmiðunardagbókar.

TF2CT      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.
TF2LL      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.
TF8KY      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.
TF3T        Einm.flokkur, öll bönd, háafl, aðstoð.
TF2MSN Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.
TF3VS      Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.
TF3AO     Einm.flokkur, 10M, háafl, aðstoð.
TF3DC     Einm.flokkur, 15M, lágafl, aðstoð.
TF3JB      Einm.flokkur, 20M, lágafl, aðstoð.
TF3IRA    Viðmiðunardagbók (e. check-log).
TF3SG    Viðmiðunardagbók (e. check-log).

Þessi þátttaka er sú 5. mesta frá TF frá upphafi keppninnar (1948), en flestar dagbækur voru sendar inn eftir keppnina 2015 eða 13 talsins. Sjá nánar fróðlega samantekt um CQ WW í 70 ár (1948-2017) í 2. tbl. CQ TF 2018, bls. 26. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf

Niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2022.

Alls eru fjögur viðtæki yfir netið í boði hér á landi. Þrjú KiwiSDR viðtæki þekja tíðnisviðið frá 10 kHz til 30 MHz. Þau eru staðsett í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn. Fjórða viðtækið yfir netið er staðsett í Perlunni í Öskuhlíð í Reykjavík. Það er Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz. Vefslóðir á viðtækin fjögur sem í dag eru virk yfir netið:

Bláfjöll: http://bla.utvarp.com:8080/
Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com
Perlan: http://perlan.utvarp.com

Í nýliðnum októbermánuði var nokkuð um bilanir í búnaði tækjanna en það er vaskur hópur manna sem leggja metnað í að halda þeim í gangi (svo ekki sé talað um tíma og fjármuni). Þetta eru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Karl Georg Karlsson TF3CZ, Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði) og Rögnvaldur Helgason TF3-Ø55 (Raufarhöfn).

Félagið metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 4. nóvember fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Veglegar kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar.

Umræðuþema: Alþjóðakeppnir. CQ WW DX SSB keppnin 2021. Frestur til að skila keppnisgögnum rennur út á föstudag, en þegar var búið að skila inn fyrir þessi kallmerki í dag: TF2CT, TF2LL, TF2MSN, TF3AO, TF3DC, TF3IRA, TF3JB, TF3T, TF3VS og TF8KY.

Tvær stórar alþjóðakeppnir verða í þessum mánuði: WAE DX keppnin á RTTY 14.-15. nóvember og CW WW DX CW keppnin 27.-28. nóvember n.k.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Fimmtudagurinn 4. nóvember er annað opnunarkvöld okkar á þessum vetri. í tilefni þess var settur rauður dúkur á stóra fundar-borðið. Brúna bastkarfan verður fyllt af góðgæti og veglegar kaffiveitinar verða í boði.
Hluti af radíódótinu í ganginum í Skeljanesi. Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði okkur þrjú ný 19″ stýritæki sem sjá má efst fyrir miðju myndar. Ljósmyndir: TF3JB.

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 28. október. Skemmtilegar umræður og menn hressir, enda CQ WW DX SSB keppnin framundan um helgina. Samt (eins og alltaf) eru vissar áhyggjur af skilyrðunum í keppninni.

Því til viðbótar var var rætt um áhugamálið á báðum hæðum; í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar en jafnt og þétt hefur borist af QSL kortum undanfarið og fengu sumir ágætan slatta.

Rætt var um loftnet, loftnetaefni, fæðilínur og mismunandi aðferðir við fæðingu loftneta. Einnig rætt um VHF/UHF stöðvar, en áhugaverðar nýjungar eru á þeim markaði þennan veturinni, þ.á.m. ný 50W Yaesu FTM-6000 bílstöð.  

Alls mættu 19 félagar + 1 gestur í Skeljanes þetta veðurmilda vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Rætt um nýjustu stöðvarnar. Mathías Hagvaag TF3MH, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Baldvin Þórarinsson TF3-033, Bernhard M. Svavarsson TF3BS, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og til hægri, Sigmundur Karlsson TF3VE.
Loftnetamálin í brennidepli. Georg Magnússon TF2LL, Georg Kulp TF3GZ og Þórður Adolfsson TF3DT.
Á góðri stundu í Skeljanesi. Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Þó nokkuð er enn í boði af radíódóti. Georg Magnússon TF2LL og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Ljósmyndir. TF3DC.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. október fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Kaffiveitingar verða í boði í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót er væntanlegt í hús fyrir opnun á fimmtudagskvöld.

Umræðuþema kvöldsins: CQ World Wide DX SSB keppnin 2021 um næstu helgi.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

TF ÍRA QSL Bureau (QSL stofa félagsins) er staðsett á 2. hæð í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.