Fundargerðir ÍRA

Stjórnarfundur nr. 9, 30.10.2014 kl. 18.00

Mættir: TF3GW, TF3GB, TF3DC.

  1. Rædd fyrirspurn um fjarstýringu á klúbbstöðinni. Niðurstaðan varð sú að ekki sé rétt að leyfa fjarstýringu klúbbstöðvarinnar, ma. vegna þess að miðað við fyrri tilraunir hjá öðrum, þyrfti mann til að vakta sjakkinn. Einnig væri óvíst hver hinn raunverulegi „operator“ væri hverju sinni. Þá er ástand klúbbstöðvarinnar ekki gott og talsverð vinna framundan við viðgerðir og endurskipulagningu, sem kosta munu talsverða fjármuni. Væri stöðin í lagi og fjarstýring leyfð, myndi kostnaður vafalaust falla á félagið ef tjón hlytist af svona starfrækslu, nokkuð sem félagið má ekki við.
  2. Vetrardagskrá rædd. 6. eða 13.11. verði kynning TF3KB og TF3DX á NRAU og IARU fundunum. Desember sé ekki vel fallinn til fimmtudagserinda vegna anna hjá félagsmönnum og stjórn. Áætlað kynningarkvöld vegna námskeiðs um miðjan janúar. Tekinn var saman listi yfir hugsanlega kennara og umræða um námsefni. Gjaldkera falið að kaupa eintak af nýja norska námsefninu og athuga námsefni á hinum Norðurlöndunum.
  3. Á að kaupa nýjan rótor ? Ekki talin þörf á að gera það í bili.
  4. Fundi slitið kl. 20.00.

 

TF3GB

Stjórnarfundur 02.10.2014.         kl. 1800.

Mættir: TF8HP, TF3DC, TF3TNT, TF3GB.

Ræddir möguleikar með heimasíðuna. Síðan er vistuð á sér tölvu í tölvukerfi Ármúlaskóla. TF3TNT óskaði eftir að fá að fara yfir tölvuna í því skyni að örva heimasíðuna og kanna hvort nokkuð væri á tölvunni, sem ekki ætti að vera þar. Eins hvort þörf væri á að skipta um hýsingu. Var þetta samþykkt.

Ómar Þórdórsson hjá Borginni hafði sent „óskalista“ á þá sem eru í húsnæði á vegum Borgarinnar, til þess að geta gert sér grein fyrir viðhaldsverkefnum hjá hverjum og einum. Nokkur atriði voru sett á listann af okkar hálfu, en óvíst er hve miklu er unnt að ná fram.

Ræddar mælingar sem í bígerð eru hjá nokkrum amatörum.

Loftnetamál. Bilaða stýriboxiðhefur verið sent út og er þess beðið að það komi til baka. Fella þarf niður turninn og athuga rótorinn, sem er fastur og fara yfir turninn sjálfan fyrir veturinn, kapla o. þh.. Þá kom til tals að svartur Tailtwister II rótor, sem vera átti í kjallarageymslunni, finnst ekki. Finna þarf út hver fékk hann lánaðan.

Fundi lauk kl. 2000.

TF3GB, ritari.

Varna, IARU R1 ráðstefna 20 – 27 september 2014

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Region-1-Constitution-and-Bylaws-September-2014.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/VA14-Minutes-of-the-Final-Plenary-23rd-Region-1-General-Conference.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Fundargerð-frá-Varna-2014.odp

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/IARU-list-of-papers-Varna-2014.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/VA14_C3_09-ARSPEX-WG-Activity-Report.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/VA14_C3_42-Progress-Report-Dokumentationsarchiv-Funk-Documentary-Archive-Radio-Communications.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/VA14_C4_20-OeVSV-Include-2-700-Hz-bandwidth-data-segment-in-30-m-and-40-m-Band-plan.pdf

Íslenska ráðstefnuskjalið ásamt tengdum skjölum

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/VA14_C3_40-IRA-Conflicting-CW-Procedure.pdf

Stuðningur við íslenska ráðstefnuskjalið um CW: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/letter-FISTS-TF-20140808.pdf

Stuðningur við íslenska ráðstefnuskjalið um CW: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Letter-in-support-of-IRA-presentation-to-Region-1-1.pdf

Stjórnarfundur 09.09.2014.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, TF3GB.

Gestur: TF3SG

Umræða um breytingar sem gerðar voru á tölvupósti sem lagðar voru fram á félagsfundi, 04092014.  Bókað að málið sé í raun ekki stjórnarinnar. Tölvupóstur frá PFS staðfestir að PFS breytti póstinum.

Hýsing heimasíðunnar. Skoða þurfi hverir hafi aðgang að síðunni og að breyta þurfi skipulagi aðgangs að henni. Lagt er til að TF3TNT hafi samband við TF3CY vegna kerfisaðgangs.

Umræða um fjaraðgang og hvernig túlka eigi texta bréfs frá formanni sænska félagsins um málið, sem lagt var fram á félagsfundi 04092014. Ráða megi úr textanum að „að þeirra áliti“ (SSA)sé fjaraðgangur milli landa í lagi ef erlendi aðilinn uppfylli kröfur CEPT.

Lagt er til að starfshópi um fjaraðgang verði skrifað bréf og hann beðinn um að klára álitsgerð um fjaraðgang erlendra leyfishafa.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

 

Stjórnarfundur 6                             28.08.2014   kl. 1700.

Mættir: TF3DC, TF3GW, TF3HP, TF3GB.

Mestur hluti fundartímans fór í að ræða boðaðan félagsfund og mál sem yrðu til umræðu þar og stöðu þeirra. Ekkert var ákveðið eða ályktað um þetta málefni.

Þá var tekinn fyrir tölvupóstur frá TF3SG, er varðaði verkefnisstyrk frá Reykjavíkurborg, efningu samnings um hann og fjármál þar að lútandi. TF3SG verði í sambandi við gjaldkera varðandi fjármálin en að öðru leyti vísast til fundargerðar stjórnar frá 22.05.2014, þar sem samþykkt var að TF3SG yrði ábyrgðarmaður verkefnisins með þeirri skyldu að halda stjórninni upplýstri í málinu. Væntanlega yrði um greinargerð að ræða, sem lögð yrði fyrir stjórnina.

Fundi slitið kl. 1930.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

Stjórnarfundur 5                             20.08.2014       kl. 1700.

Fundurinn haldinn eftir heimkomu TF3DX frá NRAU fundinum í Finnlandi.                  Fundarstaður heima hjá TF3DX

Mættir: TF3DX, TF3KB, TF3VS, TF3HP, TF3GW og TF3GB.

Án þess að fara út í smáatrið, var spjallað vítt og breitt um stöðu félaganna á Norðurlöndundum.             Sænskir leyfishafar eru á milli 13 og 14 þúsund. Ca. 70% þeirra eru í félaginu. Stjórn félagsins heldur fund þrisvar á ári. Sænska PTS sér um útgáfu leyfa og kallmerkja. Svíar hafa sett upp spurningabanka í tengslum við amatörpróf og gera kröfu um yfir 75% árangur í prófum. Sækja þarf um endurnýjun leyfa á þeim böndum þar sem um tímabundin leyfi er að ræða á hverju ári. Slík endurnýjun mun kosta ca. 1200,- SEK.  Fjárhagur sænska félagsins er slakur . Utan dagskrár var spurt um starfrækslu SK9HQ, en sú stöð var rekin að hluta til með fjaraðgangi frá   USA. Svörin sem fengust voru þau, að ekki var sótt um leyfitil PTS fyrir strafræksluna og jafnvel að stjórn SSA hefði ekki vitað af þessu (sem stangast reyndar á við það sem fram kemur á myndskeiði á contestsíðu sænska félagsins, þar sem sýndur er amatör  á WRTC HQ í USA í fjaraðgangssamböndum gegnum SK9HQ og annar sem er kynnir segir á einum stað að „all legalities and formalities have been fulfilled“).  Þetta hafi bara verið framkvæmt si svona.                                                                                                                                                                          Í danska félaginu eru ca. 2000 félagar. Félagið heldur amatörpróf í umboði PTS og PTS gefur út leyfi og kallmerki. Fjárhagur félagsins er slæmur. 50% ca. af félagsgjöldunum fara í útgáfu blaðsins. Eftir því sem fram kom er blaðið enn gefið út á pappír til félaga innanlands, en aðrir fá það í rafrænni útgáfu.                                                                                                                                                                         Í norska félaginu eru 2163 félagar. Fjárhagur er góður. Þeir eru styrktir af ríkinu um 5,7 millj. NOK vegna neyðarþjónustu. Norðmenn munu úthluta kallmerkjum með LB forskeyti framvegis.                                 Í finnska félaginu eru um 4000 félagar, en það er um þriðjungur leyfishafa . Fjárhagur félagsins er slæmur.                                                                                                                                                                  Félagsgjöld hinna Norðurlandafélaganna eru ívið hærri en hjá okkur án þess að á þeim sé mikill  munur.                                                                                                                                                                                        Þess má svo geta að .islenska skjalið, sem fjallar um annmarka í á kennslu í Siðfræðibókinni í notkun ýmissa Morsetákna hlaut einróma samþykki hinna Norðurlandaþjóðanna til framlagningar á ráðstefnunni í Varna  í september.

Fundi slitið kl. 1900.                   TF3GD þakkaðar góðar veitingar á fundinum.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Skjöl frá NRAU fundi í Finnlandi 15-17 ágúst 2014

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Presentations-of-YOTA2014-Finland.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/IRA-NRAU-2014.8.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/EDR_State_of_the_Union_2014.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/WRC-15-Agenda-Items.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/TF3DX-C3.40-Conflicting-CW-Procedure.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/SSA_Summary_NRAU2014.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/NRAU-Constitution-approved-17-August-2014.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/NRAU-2014-meeting-minutes.pdf

ITU tilmæli um Morse

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/R-REC-M.1677-1-200910-IPDF-E.pdf

http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/R-REC-M.1677-1-200910-IMSW-E.doc

Stjórnarfundur nr. 4                       14.08.2014. kl. 18.00

Mættir:  TF3HP, TF3GW, TF3GB, TF3DC og TF3TNT.

Gestir:  TF3DX og TF3KB.

Fyrirspurnir komið um útsendingu innheimtuseðla félagsgjalda. Gjaldkeri kvaðst hafa sent út á heimasíðuna skilaboð um að millifæra án seðils og hvatt menn til að nota þá aðferð og spara kostnað fyrir sjálfa sig og félagið.  Hver seðill hefur í för með sér kostnað og bætist sú upphæð við árgjaldið ef seðill er sendur út.

Rætt var við KB og DX um norræna fundinn og bjartsýni um að skjal DX um notkun Morse-skamm- stafana og athugasemdina við kaflann um það í siðfræðibókinni, hlyti einróma stuðnings norrænu fulltrúanna. Þar sem DX var á leið á fundinn var lagt að honum að komast að því á hvaða forsendu leyfi var gefið út  fyrir starfsemi SK9HQ, sem að hluta til var rekin á fjaraðgangi frá USA.

Rætt var um ástand tækja félagsins. Skoða þyrfti festingar á loftnetsturni og bilun í rótor/ rótor- kontróli. Einnig væri bilun í Yaesu stöðinni tengd S-mæli að því er talið er. Bilun er í stýringu á SteppIr vertikal félagsins. TF3DC  er í sambandi við framleiðendurna að reyna að lágmarka kostnað og sinnir málinu áfram.

Rætt var um að boða félagsfundinn ,sem TF3GL og fleiri fara fram á, í byrjun eða um miðjan september, ef nægur fjöldi meðmælenda fæst.

Heyrst hefur  af stofnun nýs amatörklúbbs. Fréttin er óstaðfest og ekki er vitað hverjir eru forsprakkar klúbbsins, en besta mál.

Fundi slitið kl.  20.00.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA

Stjórnarfundur 3  fimmtudaginn 03.07. 2014, kl. 18.00

Mættir: TF3HP, TF3GW, TF3DC, TF3GB, TF3TNT.

Gestir fundarins: TF3GL og TF3JA.

 

Meginmál fundarins fjölluðu um svokallað „lærlingsmál“, fjaraðgang

og ásakanir, sem fram komu á aðalfundi, frá ritara fyrri stjórnar um að

gögn í málinu frá TF3GL væru ekki að öllu leyti rétt( jafnvel fölsuð).

3GL telur að fyrri stjórn/ritari félagsins hafi haft neikvæð afskipti af afgreiðslu málsins. Stjórnin telur að lærlingsmálið hafi verið rétt afgreitt af hálfu PoF, miðað við þau gögn sem fyrir liggja. 3GL vill þó fá nánari upplýsingar um það, hvort eitthvað hafi farið á milli stjórnarinnar og PoF, milli 16. og 19. des. 2013

og hvað það hafi verið. Aðeins eitt símtal milli ritara og  TF3ARI, fór fram á þessu tímabili, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. TF3ARI var sá sem tilkynnti lærlinga á sínum vegum til PoF og málið snýst um. Ákveðið var að TF3GW hefði samband við PoF og græfist fyrir um þetta. Samkvæmt gögnum afgreiddi PoF málið án skriflegrar umsagnar frá ÍRA.

Þá vék 3GL að fjaraðgangsmálinu. Taldi 3GL að ekki mætti mismuna mönnum eftir þjóðerni, þegar kæmi að fjaraðgangi að sendistöð á Íslandi. ÍRA veitti umsögn í málinu, með tilvísun í milliríkjasamninga, sem 3GL taldi íþyngjandi fyrir amatöra, sem gekk í stuttu máli út á það að „viðkomandi aðili með erlent amatörleyfi yrði að vera „líkamlega“staddur á landinu til að mega starfrækja stöð hér á landi. Nefnd um fjaraðgang hefur skilað skýrslu hvað varðar íslenska amatöra og fjaraðgang þeirra að stöð á Íslandi, hvort sem þeir eru staddir hér eða í öðru landi. Öðru máli gegnir um fjaraðgang erlendra amatöra að stöð á Íslandi, án þess að þeir séu staddir hér. Sá hluti málsins er óafgreiddur, þar sem til stendur að bera það upp á ráðstefnunni í Varna í september 2014 og hlera álit annara félaga í Region 1 á því máli. Er sem sagt í vinnslu.

Því næst lagði 3GL fram nokkrar ábendingar um afgreiðsluferli mála, sem stjórnin ætlar að skoða.

 

TF4X. Þorvaldur, TF4M, hefur sótt um það til PoF að verða ábyrgðarmaður fyrir TF4X í stað Yngva, TF3Y. TF3Y hefur lýst sig samþykkan. Eftir að hafa farið yfir gögn í málinu um að TF4M uppfylli skilyrðin sem í gildi eru í dag um úthlutun eins stafs kallmerkja, sér stjórn félagsins ekkert athugavert við að ábyrgðin á TF4X verði flutt af TF3Y á TF4M.

 

Borist hefur gamalt erindi til stjórnar, dagsett 5. des. 2013, þar sem Pétur Kristjánsson, safnsstjóri Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði vekur athygli á að safnið verði með viðburð á 100 ára afmæli þráðlausra fjarskipta á Íslandi. Af því tilefni býður hann amatörum að koma og starfrækja stöð í safninu og kynna félagið. Viðburðurinn verður helgina 26/27 júlí næstkomandi. Ritara er falið að koma skilaboðum um þetta á heimasíðu og póstrabbið.

 

Bréf frá TF3DX rætt og ritara falið að hafa samband við hann um framhald.

 

Samþykkt að hafa kaffi og kökur á afmælisdegi félagsins fimmtudaginn 14. ágúst. Auglýsa á tölvupósti og heimasíðu.

 

Innlegg  Jóns Þórodds, TF3JA, um mælitæki á heimasíðunni fyrir skömmu og ágreiningur vegna þess, var rætt. Niðurstaða varð sú að ekkert væri athugavert við innlegg þetta og önnur slík, sem einungis væru sett inn til að vekja athygli á ámatörtengdum nýjungum í örstuttu máli.

 

Fundi slitið kl. 20.00

 

TF3GB, ritari.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur 2.

Fimmtudagur 05.06.2014. kl. 1800.

Mættir TF3HP, TF3GW, TF3DC, TF3TNT, TF3GB.

 

Ræddar voru fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir á félagsheimilinu/húsinu, en borist

hafði bréf frá Ómari Þórdórssyni hjá Borginni, þar sem beðið var um að færa loftnetaefni

við húsið, svo setja mætti upp stillansa. Aðgerðir hafa staðið frá hádegi og búist var við

hjálp til að færa stærstu stykkin eftir fundinn.

TF3CY samþykktur í félagið.

Vefmál. Heyrst hafa raddir um að skipta verði um vefhugbúnað. Eins væri hýsingin upp

á góðmennsku annara komin og höfðu menn áhyggjur af að hún væri ekki trygg. Ákveðið

var að tala við Benna, 3CY vegna þessa , en hann hefur séð um hýsinguna fram til þessa.

Benni átti leið framhjá fundarmönnum og var hann spurður að þessu beint. Hann taldi

hýsinguna trygga og taldi heldur ekki ráðlegt að skipta um hugbúnað. Það mætti bæta

útlit heimasíðunnar, en sú vinna tæki auðvitað tíma. Stjórnin taldi heimasíðuna í góðum

höndum Jóns Þórodds, 3JA.

Ritara var falið að tilkynna nýja stjórn til PoF og IARU.

X

Lærlingsmálið (TF3ARI). Á síðasta aðalfundi félagsins var máli þessu vísað frá, en einnig var tillaga

um að vísa málinu til stjórnar ÍRA. Þrátt fyrir frávísunina fannst stjórnarmönnum ekkert

banna að málið yrði rætt á vettvangi stjórnar. Fyrri stjórn hafði verið sökuð um að hafa haft

óeðlileg og neikvæð afskipti af afgreiðslu málsins hjá PoF. Í ljós kom, er bréfaskriftir vegna

málsins, sem ritari síðustu stjórnar skilaði af sér, voru skoðaðar, að ekkert bendir til þess

að neitt hafi farið frá stjórn ÍRA til PoF, milli þess að téðir lærlingar voru tilkynntir til PoF og

að málið var afgreitt frá PoF. Þar að auki telur stjórn ÍRA sig ekki hafa lögsögu í málinu,

þrátt fyrir þá kurteisisvenjuvenju að PoF óski álits eða tilkynni ÍRA um ýmsar beiðnir eða

mál er varða radíóamatöra, er berast á þeirra borð. Samkvæmt því sem fyrir liggur, er það

ekki á færi stjórnarinnar að gera neitt í málinu.

Nýliðunarmál voru rædd vítt og breitt.

Styrkurinn frá Borginni var einnig ræddur. Auk þeirra 3HK og 3SG, sem nefndir voru á síðasta

stjórnarfundi sem leiðbeinendur, kom einnig upp 3VD.

Félagið úthlutar “kallmerkjum” til hlustara.

3TNT kvaðst hafa tekið saman lista yfir það sem betur mætti fara í félaginu. Hann ætlar að

senda öðrum stjórnarmönnum listann.

Beina því til 3JA að minna á VHF/UHF útileikana, HF útileikana og vitahelgina á vefnum.

Gjaldkeri heimilar 3CY og 3TNT að sjá um útvegun á nýju stýriboxi fyrir SteppIR.

 

Bjarni, TF3GB,

ritari.