Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar
Skeljanesi, 9. Ágúst 2017.
Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:00.
Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.
Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3WZ og TF3DC.
Fundarritari: TF3WZ
Dagskrá
1. Næsti fundur
Næsti stjórnarfundur ÍRA verður næsta miðvikudag, 16. ágúst klukkan 17:00.
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Við lestur síðstu fundargerðar kom fram að Sensa/Síminn styrkir okkur hvað varðar hýsingu á vef félagsins sem og öðrum hýsingum sem félagið er með. TF3DC gerði fyrirspurn um hvort og hvenær hefði verið gerður samningur um þetta og hvað í honum fælist. Sensa/Síminn hefur tekið þetta að sér félaginu að kostnaðarlausu en internet þjónusta verður áfram í boði Vodafone.
TF3WZ benti á að ekki er til samningur við Sensa.
TF3JA óskaði eftir að skoðað yrði hvort ekki væri hægt að hafa skriflegan samning. TF3WZ skoðar samningamál við Sensa.
Fundargerð samþykkt.
3. Reglugerð PFS um starfsemi radíóamatöra á Íslandi
TF3JA: Ósk ÍRA um breytingu á reglugerð eins og samþykkt var á aðalfundi ársins hefur farið í gegn hjá PFS og liggur nú til samþykkis hjá ráðuneyti.
Einnig var rætt um “entry level” leyfi eða innkomuleyfi og reifuð sú hugmynd að nýta til þess lærlingsleyfið í núverandi reglugerð með breytingu á kallmerkja vali fyrir lærlinga og nánari skilgreiningu á útfærslu eða framkvæmd leyfa til lærlinga. TF3JA mun kynna sér fyrirkomulag og/eða umræðu um slíkt leyfi í nágrannalöndum okkar.
4. Námskeið í haust
Félagið heldur námskeið í haust og verður námskeiðið auglýst í byrjun september. Áætlað er að hefja námskeiðið í byrjun október og ljúka með prófi 11. nóvember.
Félagið ætlar að undirbúa kynningarnámskeið fyrir byrjendur og ungt fólk sem hægt væri að halda með litlum fyrirvara og sem víðast um landið. Kannað verður samstarf við grunnskóla um námskeið.
5. Námsefni fyrir verðandi radíóamatöra svk. reglugerð.
TF3EK bendir á að námskefni er ekki samkvæmt því sem CEPT 61-02 (Harmonised Amateur Radio Examination Certificate, HAREC).
TF3EK leggur til að formaður ÍRA að ræði við prófnefnd að samræmingu námsefnis og prófs við TF61-02 kafla 1.10, 3.7, 3.8, 4 og 5.
Samþykkt var að formanni yrði falið að óska eftir fundi með prófnefnd fyrir lok ágúst 2017.
5. Kennslu- og kynningarefni
Kennslu- og kynningarefni á heimasíðu ÍRA.
TF3DC bendir á kynningarmyndband um amatörheiminn sem Bretar bjuggu til og hvort það væri til athugunar að þetta gæti nýst ÍRA. Stjórn tók vel í þetta.
Samþykkt að TF3JA óski eftir heimild frá RSGB til að þýða, talsetja og nota myndbandið á heimasíðu ÍRA og um leið óski eftir leyfi RSGB til að þýða og nota annað kennsluefni frá þeim.
6. NRAU fundur 11. – 13. ágúst
TF3JA sækir NRAU fund í Danmörku um komandi helgi.
TF3WZ bendir á að eðlilegt sé að félagið greiði kostnað við ferðina (TF3JA sat hjá). Kostnaður er áætlaður um 70 þúsund krónur. Samþykkt var að greiða þann kostnað sem hlýst af ferðinni.
Stjórn mun einnig sækja styrk sem er í boði frá NRAU fyrir vegna þátttöku ÍRA í fundi NARU. TF3JA mun sjá um það ferli.
TF3DC benti á að hann hefði séð á heimasíðu NRAU að samtökin héldu sérstaka VHF fundi ár hvert sem við ættum að fylgjast með tengt leit okkar að VHF-stjóra fyrir félagið. Stjórnin mun áfram leita að VHF stjóra.
7. Félagsheimilið Skeljanesi
TF3JA hefur rætt við aðila hjá Reykjavíkurborg. Þeir eru velviljaðir að aðstoða okkur hvað varðar húsnæði. Eftir 20. ágúst mun frekar koma í ljós með framhaldið.
8. VHF-Útileikar og Útileikar (HF)
TF3JA og stjórn vill óska Einari og Hrafnkeli til hamingju með hversu vel var að verki staðið um utanumhald á leikunum. Síður sem gerðar voru og allt viðmót. Loggar skiluðu sér gríðarlega vel og voru félagsmenn almennt virkilega ánægðir með ferlið. Í grein TF3IK á heimasíðu ÍRA kemur fram að hann heyrði í 19 kallmerkjum í loftinum og útilokar ekki að fleiri hafi verið virkir.
9. Önnur mál
Formaður, TF3JA, bendir á að stjórnarmenn mættu standa sig betur í að láta vita komist þeir ekki á fundi.
TF3JA: Verið er að skoða samstarf við stuttbylgjufjarskiptahóp og hugsanlega kaup á búnaði sem hæfir þessu verkefni.
TF3JA: Bendir á að tiltekt á búnaði í eigu félagsins sé þörf bæði í geymslu í kjallara sem og frágang á öðrum búnaði í eigu félagsins.
TF3DC bendir á að ekki hafi verið gengið frá eftir Flóamarkað í fundarsal sem létti ekki lund sambýlinga í húsinu. Þ.e. búnaður virðist hafa verið skilinn eftir.
TF3DC bendir á umgengni í fjarskiptaherbergi sem hafi verið almennt góð fari versnandi. Búið sé að rífa hljóðnema frá á Heil headsetti. Rætt hvernig best sé að tryggja öryggi búnaðar þegar ókunnugir og gestir koma í félagsheimilið. Mætti vísa til fyrri tjóna í þessu sambandi ef þarf.