Stjórnarfundir ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. október 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 13:20.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZN, TF3DC og TF3NE.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Stjórnarfundir

Lagt er til að fimmtudagarnir 27. okt, 10. nóv., 24. nóv. og 15. des. verði fundardagar stjórnar.

Lagt er til að vinna einnig með tölvupóstssamskiptum.

2. Námskeið 2016

Stefnt er að því að auglýsa námskeið á næstunni. Unnið er að breytingum á námskeiðstilhögun frá því sem áður var. Námskeiðið verði þá vikunámsekið. 12 – 13 tímar á laugar- og sunnudegi og svo 3. tíma kvöldnámsekið fram að prófi. Ætlunin er að hefja námskeiðið 12. nóvember sem lyki með prófi 19. nóvember. Rætt var um tilhögun auglýsinga vegna námskeiðisins og nokkrir möguleikar ræddir. Rætt var um að fá umfjöllun um námskeiðið í Fréttablaðið, TF3JA mun fylgja málinu eftir. Einig var rætt um að fá afnot af umfjöllun þáttarins Landans á RÚV um ÍRA, TF3EO mun fara í málið.

3. Afmælisráðstefna

Rætt var um að halda afmælisráðstefnu fyrir áramót. Rætt var um að fá þar að góða fyrirlesara og bjóða t.d. Forseta Íslands á ráðstefnuna. Einnig var rætt um kynningarstörf almennt og hvort hægt væri að bjópa upp á kynningar um Radíóamatöra í skólum. TF3NE ætlar að setja nokkrar hugmyndir á blað. TF3EO vill bóka að tími til til ráðstefnuhalds fyrir áramót sé of naumur og leggur til að ráðstefnan verði haldin í lok janúar eða í byrjun febrúar 2017.

4. Heimasíðumál

TF3WZN hefur lagt mikla vinnu í endurhönnun á vefsíðu ÍRA. Sýndi hann stjórnarmönnum það sem komið er og rætt var um tillögur að forsíðuefni og valhnöppum. Vefsíðan er sett upp í WordPress kerfi sem gefur mikla möguleika til framtíðar. Mikið verk er framundan við að yfirfæra efni og greiða úr flóknum bakvef gömlu síðunnar. Nýja síðan er aðgengileg á www.dev.ira.is og óskar stjórn ÍRA eftir hugmyndum og ábendingum félagsmanna vegna síðunnar.

5. Endurskoðun Reglugerðar um starfsemi radíóáhugamanna 348/2004

TF3EK vinnur að tillögum að breytingum á Reglugerðinni. Tillögur að breytingum verða lagðar fyrir stjórn ÍRA fyrst, síðar verður hún kynnt prófnefnd og að lokum félagsmönnum öllum. Rætt var um hlutverk prófnefndar og tilgang. Prófnefnd á að veita uppýsingar um prófkröfur og námsefni. Prófnefnd er skipuð af stjórn ÍRA. Fundur með prófnefnd verður haldin miðvikudaginn 19. október þar sem m.a. tilhögun næsta námskeiðs verður kynnt.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 12. september 2016.

Fundur hófst kl. 12:30 og var slitið kl. 15:40.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZN og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Vetrardagskrá

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að falla frá sérstakri afmælishátíð sem stóð til að halda á Korpúlfsstöðum í október. Lagt er til að halda Haustviðburð 2016 í staðinn í Skeljanesi. Lagt er til að þar yrði mönnum boðið að sýna ýmis tæki og tól og óhefbundna fjarskiptamáta. Einnig yrði flóamarkaður á staðnum og kaffi og kökur í boði. Haft verður samband við nokkra aðila og falast eftir samvinnu við þá. Ef vel tekst til þá er stefnt að samskonar viðburð vorið 2017.

2. SOTA og Afmælihátíðin

TF3DC vill koma þökkum á framfæri vegna SOTA verkefnisins og telur sig hafa orðið var við mikinn áhuga félagsmanna á þátttöku í SOTA TF og almenna ánægju með verkefnið. Einnig vildi hann láta færa til bókar að almenn ánægja ríki meðal félagsmanna vegna undirbúnings og framkvæmdar afmælishátíðar félagsins í Skeljanesi 14. ágúst. Ölvir, TF3WZN, kom þar færandi hendi með tvær nýjar tölvur og félagsmönnum voru sýnt nýja IC-7300 tækið sem félagið gaf sjálfu sér í afmælisgjöf og prófuðu all nokkrir tækið og höfðu ánægju af.

3. Keppnir

Til stóð að TF3DC og TF3EO skipulegðu þátttöku í SAC CW 2016. TF3EO er að vinna þá helgi og ætlar TF3DC að standa fyrir keppninni. Reynt verður að fá amatöra til þess að vera með og virkja TF3W. Einnig verður auglýst eftir áhugasömum til þess að taka þátt sem TF3W í SAC SSB 2016. Til stendur að virkja TF3W í næstu CQ WW RTTY 2016 og hefur stöðin verið mönnuð en áhugasamir verða hvattir til þess að koma og vera með. Einnig verða félagsmenn almennt hvattir til þess að taka þátt í SAC CW, SSB og RTTY.

4. Innheimta félagsgjalda

Innheimta félagsgjalda hefur verið erfiðari en oft áður en send verður ítrekun á þá félaga sem enn hafa ekki enn greitt félagsgjöldin.

5. Loftnetsmál

Gengið verður frá kaupum IC-7300 í vikunni en enn vantar reikning fyrir stöðinni. Stjórnin ákvað að ganga að kaupum á Hustler neti sem tengt verður við IC-7300 stöðina til þess að auðvelda fjarstýringu. Netinu fylgir sökkull sem passar á þakið í Skeljanesi. Heildar kostnaður ásamt festingu er 40.000kr. Einnig verður hugað að uppsetningu lágbanda stangarloftnets án gildra. Fella þarf Fritzel greiðuna og yfirfara hana fyrir veturinn, auglýst verður eftir félögum til þess að koma að því verki. Einnig verður auglýst eftir VHF/UHF umsjónaraðila til þess að setja upp net og tengja Kenwood stöð félagsins. Merkingarvél í eigu TF3WZN er kominn í sjakkinn og til stendur að merkja alla kóaxa og fleira til.

6. Internet tenging

ADSL tenging er til staðar í Skeljanesi en nauðsynlegt er að uppfæra það í VDSL. TF3WZN útvegaði frábæran endabúnað fyrir VDSL sem auðvelda mun uppsetningu fjarstýringar. Nauðsynlegt er að verja WiFi beininn fyrir RF í sjakk. Nýi VDSL beinirinn er málmklæddur en einnig þarf að setja ferrit á tengingar.

7. Fundur vegna fyrirhugaðra reglugerðarbreytinga

Fyrirhugaður er fundur stjórnar með prófanefnd 5. október. Þar verður farið yfir mál og undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðra reglugerðrarbreytinga varðandi svæðisskiptingu og kallmerkja.

8. Ferðastyrkur

Ferðastyrkur er samþykktur var til handa TF3JA vegna þátttöku ÍRA á Smiðjudögum á Seyðisfirði var ekki nýttur í þetta sinn.

9. CQTF

Auglýst verður eftir efni á haustdögum til útgáfu á CQTF. TF3JON hefur gefið félaginu heimild til þess að nota ljósmyndir úr gríðarlegu safni mynda sem spannar langan tíma úr sögu félagsins. Vonast er til að félagar taki virkan þátt í útgáfu CQTF.

10. Auglýsing vegna námskeiðs

Ákveðið var að auglýsa haustnámskeið og kanna áhuga á þátttöku. Fyrirhugað er að halda próf 12. nóvember næstkomandi. TF3JA verður umsjónarmaður námskeiðisins ef af verður. Í undirbúningi er stuðningskennlsa fyrir þá sem ætla í leyfishækkunarpróf og einnig fyrir nemenda er missti af vorprófinu vegna veikinda.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. ágúst 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 14:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Erindi P&F vegna TF3T

Stjórn ÍRA mælir með að að TF3CY fái kallmerkið TF3T eftir að sérstök nefnd hafði fundað um málið. Ummæli nenfdarinnar eru hér að neðan og hefur erindinu verið svarað:

Vegna umsóknar TF3T

Nefndin mælir með úthlutun til TF3CY vegna notkunnar TF3T enda hefur hann sýnt sérstakan árangur og virkni í öðrum fjarskiptum heldur en hefðbundum DX samskiptum á HF. Jafnframt beinir nefndin því til stjórnar ÍRA að endurskoða reglur varðandi úthlutun fjögurra stafa TF kallmerkja.

Fyrir hönd sérstakrar nefndar,

Egill Ibsen Óskarsson TF3EO

Einar Kjartansson TF3EK

2. Opið hús sunnudaginn 14. Ágúst

Opið hús verður í Skeljanesi frá og með kl 1400 sunnudaginn 14. ágúst í tilefni afmælisdags ÍRA. Haraldur Þórðarson TF8HP mun halda tölu kl 15:00 og fara lauslega yfir sögu ÍRA. Kökur og kræsingar verða í boði og eru allir velkomnir. TF70IRA verður virkjuð frá kl 12:00 og eitthvað fram á kvöld bæði CW og SSB og jafnvel DIGI ef menn vilja. Vonast er til að sem flestir félagar mæti og virki fjarskiptaherbergi ÍRA.

3. Kaup á þrifavörum fyrir ÍRA

Ölvir TF3WZN ásamt Jóni TF3JA hafa staðið í ströngu við tiltekt í fjarskiptaherbergi ÍRA og hafa komið góðu skipulagi á sjakkinn. Ölvir hefur einnig endurnýjað moppur o.þ.h. þrifa tól. Hann hefur einnig verið í sambandi við IKEA og getur fengið gefins 3 sófa (Nokkeby) sem vantar áklæði á og er að vinna í því að fá styrk frá IKEA fyrir áklæðum. Hann er einnig í sambandi við Smith & Norland vegna lagnastiga sem hugsaðir eru fyrir kóaxköplum og þ.h. lögnum í sjakk og er útlit fyrir að þeir fáist gefins. Stjórn ÍRA samþykkti að borga aðila til þess að skúra, þrífa veggi og glugga sem og að þurka af. Ölvir vill láta bóka að hann mæli með að Skeljanesið verði tekið í gegn á næsta ári (2017) og þá málað innanhús. Hann mun vinna að því að fá styrk frá Reykjavíkurborg til þess að mála Skeljanesið að utan sama ár.

4. Loftnetsmál

Stjórn ÍRA ræddi um loftnetsmál félagsins og óskar stjórnin eftir aðstoð félaga til þess að koma upp nokkrum loftnetum. Það þarf að setja upp net fyrir 160M, net fyrir Kiwi Webmaster (WebSDR) breiðband og einnig net fyrir 6M beaconinn. Yfirfara þarf önnur net fyrir veturinn.

5. Afmælishátíð í október

TF3JA hefur verið í sambandi við Jón Svavarsson, TF3JON, ljósmyndara vegna skipulags afmælishátíðar ÍRA í lok október. Hann mun vera okkur innan handar með stað til þess að halda veisluna og koma Korpúlfsstaðir vel til greina. Hörður Þorsteinsson vertinn á Korpúlfsstöðum mun gera tilboð í veitingar og mun kostnaður liggja fyrir fljótlega.

6. SOTA

TF3EK og TF3EO funduðu í framhaldi af stjórnarfundi um SOTA TF og liggur fyrir að Einar, TF3EK hefur unnið þrekvirki við að finna P150 tinda á Íslandi. Svo vel hefur Einar unnið að líkur eru á að TF komist á SOTA kortið 1. september. Munu þeir hittast aftur eftir tæpar 2 vikur aftur og fara yfir ARM fyrir TF.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. júlí 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 14:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Erindi TF3JA um 30.000kr greiðslu vegna námskeiðs á Seyðisfirði

Stjórn ÍRA samþykkir að greiða TF3JA 30.000kr í styrk vegna námskeiðshalds á Seyðisfirði 2016. Þegar er farið að bókast á námskeiðið og telur stjórnin þetta góða nýliðakynningu.

2. Vegna kaupa á Icom IC-7300

Stjórn ÍRA samþykkir kaup á IC-7300 fyrir félagið. Einnig verður hugað að sölu þeirra tækja sem eru í aðstöðunni. Takist að selja tækin verður farið í að endurnýja tækjakostinn sem allra fyrst.

3. Útileikar 2016

Ákveðið var að TF3EK og TF3EO verði ábyrgðarmenn fyrir útileikunum 2016. Auglýsing verður birt fljótlega á vef félagsins sem og á FaceBook þar sem félagsmenn verða hvattir til þátttöku. Unnið er að drögum að breyttum reglum útileikanna sem verða kynntar síðar og stefnt er að kynna úrslit útileikanna í október ef mögulegt er. Miðað er við að þátttakendur skili inn loggum á tilætluðum tíma að öðrum kosti dæmast þátttakendur úr leik.

4. SOTA og JOTA mál

TF3EK hefur unnið þerkvirki í að finna tinda sem falla undir P150 reglu SOTA. TF3EO og TF3EK munu reyna að hittast næsta mánudag til þess að fara yfir málið. Reynt verður að koma niðurstöðum til SOTA sem allra fyrst og hefjast handa við að skrifa ARM fyrir Ísland. Radíóskátar standa að JOTA uppákomu á Úlfljótsvatni 17. – 24. júlí. Notast verður við kallmerkið TF1SS og hvetur stjórn alla þá félagsmenn sem geta að renna við á Úlfljótsvatni og virkja stöðina með þeim.

5. Tiltekt í Skeljanesi, Afmæli ÍRA og fleira

Reynt verður að fá félagsmenn til þess að mæta í Skeljanesið til þess að þrífa og taka til fyrir Afmælisveisluna sem stendur til að halda sunnudaginn 14. ágúst. Boðið verður uppá afmælisköku og fleira. TF70IRA verður í loftinu meðal annars og verið er að ræða við nokkra félagsmenn um aðkomu að öðrum uppákomum. Rætt var um að koma upp 160M neti við aðstöðuna í haust, laga SeppIr netið og gera það söluhæft og selja það. TF3DC hefur forræði yfir málinu.

6. Vitahelgin og Menningarnótt

Ákveðið var að sleppa þátttöku á Menningarnótt og einbeita sér frekar að Vitahelginni. Ljóst er að nokkuð margir félagsmenn og aðrir munu mæta að Garðskagavita og þess vegna mun ÍRA setja upp stóra tjaldið upp þar ásamt félagsfánanum. Ýmisslegt verður þar forvitnilegt til skoðunnar og er það ósk stjórnar að það heppinst vel. Ósk hefur komið frá hópi félagsmnanna að fá tjaldið sem og styrk vegna útisalernis við Knarrarósvita. Af ofargreindum ástæðum verður tjaldið við Garðskagavita en stjórnin mun verða við beiðni um styrkinn. Það er þó eindregin ósk stjórnar að fjölmennt verði við Garðskaga enda aðstaða þar betri og t.d. veitingasala og salernisaðstaða á staðnum. TF3DC vill bóka að styrkir vegna útisalernis séu ekki fordæmisgefandi almennt þó að það hafi verið gert í fyrra og standi til nú.

7. Haustpróf

Boðið verður upp á próf í haust eins og áður var auglýst þann 10. september. Prófið er ætlað skuldlausum félagsmönnum en öðrum verður boðið að borga gjald sem samsvarar félagsgjaldi ÍRA. Vegna stöðu félagsgjalda hefur fráfarandi gjaldkeri TF3DC lagt fram til upplýsinga yfirlit um fjárhagshreyfingar bankareiknins á timabilinu sem af er og yfirlit um stöðu félagsmanna sem enn eiga eftir að standa skil á félagsgjaldi síðasta tímabils. Málið tilheyrir nú TF3EK sem tekur við stöðu gjaldkera og er að setja sig inn í málinn

8. Heimasíða ÍRA og útgáfumál

Farið var lauslega yfir stöðu vegna breytinga á útvistun heimasíðu og önnur útgáfumál. Málin eru í farvegi.

9. Sumarlokun Skeljaness

Ákveðið var að fresta fimmtudags opnun Skeljaness þar til Afmælisdaginn 14. ágúst. Verði annað uppá teningum verður það auglýst vel og vandlega.

10. Vetrardagskrá

TF3DC hefur lagt fram drög að starfsáætlun á Facebook svæði Stjórnar ÍRA til skoðunnar fyrir stjórnarmenn. Einnig hefur verið sett inn dagskrá viðburða á IRA.IS. Starfsáætlun í heild var þó ekki tekin fyrir á þessum fundi. Stefnt verður að því að setja upp keppnislið og auglýst verður eftir áhugasaömum félagsmönnum til þess að manna TF3W sem og að koma að vinnu vegna loftneta og annars sem tilheyrir keppnum.

11. 6M Beacon

Ákveðið var að TF3EO fari með Yaesu 6M beacon til viðgerðar hjá TF3ARI. Tækið er þegar komið til hans. Til stendur að setja hann upp sem allra fyrst.

12. Fundargerð Aðalfundar

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir fundargerð Aðalfundar.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 21. júní 2016.

Fundur hófst kl. 13:30 og var slitið kl. 15:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF8KY, TF3DC og TF3WZN

Fundarritari: TF3WZN

Dagskrá

1. Kaup á stöð

Kaup á iCom 7300 rædd. Allir jákvæðir en ekki tekin endanleg ákvörðun. Allir vildu skoða þetta betur, hver í sínu horni. TF3EK vildi að aðrir valkostir yrði einnig skoðaðir.  Ákvörðun verður tekin á næsta fundi.

2. Lög

Lög undirrituð fyrir innsendingu.

3. Gjaldkeri

Pappírar undirritaðir fyrir nýja gjaldkerann, TF3EK.

4. Loftnet radíóamatöra

Borgin samþykkir loftnet sem TF3ARI er með. Komið bréf frá borginni sem staðfestir þetta.

5. Útileikarnir

Regluverk rætt og ýtrakað að endurgera það.6

6. VHF leikarnir

Stungið upp á Óla.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 14. júní 2016.

Fundur hófst kl. 16:30 og var slitið kl. 17:45.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, og TF3WZN

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Varðandi umsókn Reynis Smára Atlasonar (TF3CQN).

Samkvæmt tillögum Prófanefndar og samkvæmt öðru fyrirliggjandi efni leggur stjórn ÍRA til að Reynir Smári Atlason er búsettur er í Danmörku fái N-leyfi og einkennið TF3CQN. Erindið var sent til PFS.

2. Erindi frá Ríkisskattstjóra

Koma þarf upplýsingum til Ríkisskattsstjóra um nýja stjórn ÍRA til skila. Búið er að skila inn upplýsingum um stjórnarmeðlimi en það vantar að koma til hans undirritðum lögum félagsins. Getum vonandi klárað málið á næsta stjórnarfundi sem fyrirhugaður er 22. júní kl 16:30.

3. Útileikar 2016

TF3EK fór yfir stöðu útileikanna 2015 í stuttu máli og kvaðst hafa fengið 7 logga en enn væru 6 loggar útistandandi. Farið var yfir tillögur til breytinga á útileikunum og fjallað um tillögur TF2LL og TF3EK til úrbóta. Ákveðið var að stofna til pósthóps og virkja þá er hugsanlega hefðu áhuga á því að koma að Útileikunum 2016 og vinna að breytingum þeirra vegna. Ritari mun setja saman hópinn en TF3EK mun hafa í höndum verkstjórn með málefninu. Öllum félagsmönnum er velkomið að taka þátt við endurskipulagningu Útileikana. Áhugasamir hafi samband við ritara. Einnig verða ítrekuð skil á loggum vegna 2015 en það vantar logga frá TF8HP, TF8KY, TF3JA, TF3BM, TF1JI og TF5BY.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. maí 2016.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3DC, TF3EK, TF8KY og TF3WZN

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Skipting stjórnar

TF3JA var kosinn formaður á aðalfundi, TF3EO var kosinn ritari á þessum stjórnarfundi. TF3EK var kosinn gjaldkeri. TF3DC og TF3WZN eru meðstjórnendurr. TF8KY og Jóhannes Hermannsson eru varamenn.

2. Stöðvarstjóri ÍRA

TF3WZN var kosinn stöðvarstjóri ÍRA.

3. Internet og heimasíðumál

TF3EO og TF3WZN taka að sér að kynna sér vefhýsingaraðila og þjónustu varðandi uppfærslu á heimasíðu ÍRA. TF3WZN leggur til að unnið verði á WordPress-grunni og haft samband við framsækna þjónustuaðila á því sviði.

4. Ritnefnd ÍRA

Stjórn ÍRA stefnir á að koma upp 3 manna ritnefnd ÍRA sem hefði umsjón með vefsíðu félagsins sem og útgáfu CQTF. Talað verður við nokkra aðlila sem gætu komið að verkinu. Einnig verður leitað að ritstjóra CQTF. TF3JA vill hvetja félagsmenn til þess að setja upp FaceBook síður sem eru tileinkaðar sérstökum hugðarefnum félagsmanna. (SOTA, Stuttbylgjustöðvar o.f.l.) ÍRA mun notfæra sér FB með auknum hætti.

5. 70 ára afmæli ÍRA

TF3JA leggur til að haft verði samband við 3 síðustu formenn ÍRA og leitast til um að þeir sjái að mestu um skipulagningu afmælisveislu ÍRA. Félagið á afmæli 14. ágúst og tilvalið að halda veislu, setja upp sýningu og sitthvað fleira í sambandi við afmælið. Huga þarf að endurnýjun fána ÍRA.

6. Viðburðir til kynningar ÍRA

TF3EO lagði til að Sjómannadagurinn og Flughátíðardagurinn verði notaðir til kynningar á ÍRA. Tengt verði þannig sögu Loftskeytamanna og radioamatöra við sjómennsku og flug. Þetta yrðu árvissir viðburðir. Lagt var til að sett yrði upp stöð í Varðskipinu Óðni í Sjómannasafninu (að fegnu leyfi) og stöðvar á Reykjavíkurflugvelli ef hægt er að verða við því. (Hægt væri að útbúa sérstök kallmerki sem væru í loftinu í nokkra daga í kringum atburðina). TF3JA lagði til að ÍRA yrði aftur með á Menningarnótt og reynt verður að setja eitthvað upp 17. Júní.

7 Fært til bókar

Fráfarandi ritari TF8KY færir TF3EO möppu, lykla og USB lykil. TF3JA er með aðra möppu í vörslu sinni.

TF3JA kynnti stjórnameðlimum SteppIr vertikalinn og stjórnbox hans.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 16. mars 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF8KY, TF3EK og TF3SG.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Fundargerð 1. stójrnarfundar.

Fundargerð 1. stjórnarfundar 2016 lögð fram og samþykkt. Fundargerðir eru á heimasíðu ÍRA undir „Fundargerðir stjórnar ÍRA“

2. Fjármál og innkaup

Að sögn gjaldkera hafa xx félagsmenn greitt félagsgjaldið fyrir yfirstandandi starfsár. Til að koma SteppIR loftnetinu í lag þarf að panta íhluti fyrir um 100 þkr. ákveðið að bíða með þau kaup. Frá því í haust hefur félagið haft Alfa Spid rótor að láni frá TF3JA. Ákveðið að kaupa rótorinn og gjaldkera falið að semja um verðið við eigandann.

3. Prófnefnd

Samþykkt að skipa Einar Kjartansson, TF3EK í Prófnefnd í stað Smára, TF8SM. Formanni falið að tilkynna formanni prófnefndar þessa ákvörðun og koma á framfæri þakklæti til Smára fyrir hans störf í Prófnefnd.

4. Kosovo

Samþykkt að fela formanni að senda stjórn amtörfélagsins í Kosovo hamingju óskir í tilefni af aðild þeirra að IARU.

5. NRAU samstarf

Formaður hefur verið í samskiptum við NRAU um loftnetamál amatöra og komin er fram tillaga um að vinna sameiginlega að tillögu að reglum sem yrðu lagðar fyrir yfirvöld í hverju landi fyrir sig. Samþykkt að fela formanni að skerpa á því samstarfi og samræmingu atkvæðagreiðslu í ýmsum málum innan IARU.

6. Námskeið 2016

Námskeiðið sem hófst 1. febrúar gengur vel og áætlað að próf verði haldið daginn fyrir sumardaginn fyrsta 20. apríl. Þáttakendur hafa verið 13.

7. Félagsfundur um starfssemi félagsins

Ákveðið að boða til félagsfundar laugardaginn 2. apríl klukkan 13 þar sem fjallað verður almennt um starf ÍRA á afmælisárinu og óskað verður eftir að laganefnd mæti og kynni sínar hugmyndir um breytingu á lögum félagsins.

Ákveðið að minna á í fundarboði að tillögur um lagabreytingar eiga að berast til stjórnar fyrir 15. apríl: – “enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl”

Einnig ákveðið að minna á í fundarboði eftirfarandi skriflega dagskrártillögu frá síðasta aðalfundi:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“ Tillagan samþykkt með 25 atkvæðum.

Samþykkt að senda Lagabreytingarnefnd ÍRA eftirfarandi tillögu stjórnar ÍRA: „Stjórn ÍRA 2015 – 2016 gerir það að tillögu sinni til Lagabreytinganefndar ÍRA að hún taki inn í tillögu sína að nýjum lögum/samþykktum fyrir félagið að fjárhagsár félagsins verði framvegis almanaksárið og athugi með heppilega tímasetningu aðalfundar í því sambandi. Hugnast okkur vel að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags þessara mála hjá félaginu hér áður fyrr – þegar fjárhagsárið var almanaksárið og aðalfundur haldinn í febrúar eða mars.“

8. Fjarstýrð stöð hjá ÍRA

TF3EK ætlar að leggja fram tillögu um búnað og kostnaðaráætlun.

10. Önnur mál rifðjuð uppfrá 1. stjórnarfundi 2016

Gögn félagsins frá upphafi; Frekar lítið er til af gögnum í aðstöðu félagsins í Skeljanesi en vitað að um aldamótin var safnað saman því sem til var þá og komið fyrir á Borgarskjalasafni. Listi yfir þau gögn er á heimasíðu félagsins. Ákveðið að TF3JA sendi öllum núlifandi formönnum félagsins bréf og kanni hvort þeir viti hvar gögn og gamlar fundargerðarbækur geti verið niðurkomnar.

Afmælisár ÍRA: Ákveðið að TF3JA kanni vilja fyrrverandi formanna ÍRA til að taka þátt í afmælisnefnd. Rætt um á hvern hátt skuli afmælisins minnst: Komið er leyfi fyrir að allar íslenskar amatörstöðvar geti notað 70 í sínu kallmerki í stað svæðistölunnar. TF70W og TF70IRA hafa þegar komið í loftið. Rætt um að gefa út afmælisblað, halda afmælishátíð og sýna getu radíóamatöra til að halda uppi fjarskiptum um alla jörð óháð innviðum samfélagsins og hefðbundnum fjarskiptakerfum. Stjórnarmenn ætla að setja fram tillögur hver fyrir sig um hverju félagið gæti staðið fyrir í tilefni afmælisársins og senda til formanns sem fyrst.

Viðburðir á vegum ÍRA fram að aðalfundi: Stjórn vill hitta lagabreytinganefnd, halda félagsfund, halda fræðslufundi um SDR o.fl., vísindaleiðangur til TF2LL, TF3EK ætlar að setja upp tillögu. Stjórnin hefur ennþá von um að takist að opna fyrir aðgengi félagsmanna að stöð félagsins.

Stöð félagsins: Loftnet, eftir er að ljúka viðgerð á SteppIR loftnetunum, yfirfara Fritzel fyrir sumarið, setja vindu á turn, ganga frá löngum vírum og setj upp 160 metra loftnet a la TF3EK.

Aðalfundur: Aðalfundur ÍRA 2016 verður……. Aðalfundurinn verður boðaður með tilkynningum á heimasíðu og póstlista fyrir lok mars með ábendingu til félagsmanna um að skv. 27. gr. félagslaga verða tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Fundarboð aðalfundar verður sent í tölvupósti til félagsmanna og birt á heimasíðu og póstlista í lok apríl. Tillögur að lagabreytingum verða sendar með fundarboði. Skýrsla stjórnar 2015-2016 og ársreikningur verða lagðar fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund.

CQ TF – blað og upplýsingaleiðir til félagsmanna: Stefnt að útgáfu fyrir félagsfund og síðan öðru blaði fyrir aðalfund.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. janúar 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF8KY, TF3EK og TF3SG.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Fundargerð

Frá fundi með PFS í haust og 10. stjórnarfundi lagðar fram og samþykktar. Fundargerðirnar eru á heimasíðu ÍRA undir „Fundargerðir stjórnar ÍRA“.

2. Fjármál

Innheimta félagsgjalda hefur staðið yfir með frjálsri aðferð og gengið rólega. Beðið hefur verið með að senda út gíróseðla þar til CQ TF komi út. Gjaldkeri var beðinn að bíða ekki lengur. Félagssjóður stendur vel.

3. Hlustarar

Nokkrir hafa sýnt áhuga á að fá úthlutað hlustaranúmeri hjá félaginu. Engin gögn eru til hjá félaginu um fyrri úthlutanir á hlustaranúmerum en eftir því sem næst verður komist virðist að allt að rúmlega 80 númerum hafi verið úthlutað á fyrri árum. Ákveðið að byrja með hreint borð og úthluta þriggja tölustafa hlustaranúmerum og fær sá fyrsti sem sótti um nýlega númerið 100 og notar kennið TF-100.

4. Gögn félagsins frá upphafi

Frekar lítið er til af gögnum í aðstöðu félagsins í Skeljanesi en vitað að um aldamótin var safnað saman því sem til var þá og komið fyrir á Borgarskjalasafni. Listi yfir þau gögn er á heimasíðu félagsins. Ákveðið að TF3JA sendi öllum lifandi formönnum félagsins bréf og kanni hvort þeir viti hvar gögn og gamlar fundargerðarbækur geti verið niðurkomnar.

5. Eignaskrá ÍRA

Eignaskrá er til og fylgir ársreikningi. Vitað er að TF3G tók myndir á sínum tíma af öllum eignum félagsins, ákveðið að kanna hvort þær myndir séu til.

6. Námskeið til amatörprófs

Námskeið félagsins til amatörprófs hefst um næstu mánaðamót og stefnt að ljúka námskeiðinu um mánaðamótin apríl – maí. Áætlað er að próf undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar verði haldið strax að loknu námskeiðinu. Námskeiðið er haldið í HR og verður prófið haldið á sama stað. Nú þegar hafa 10 manns sótt um námskeiðið. Allir kennarar frá seinni árum á námskeiðum félagsins hafa gefið vilyrði fyrir kennslu. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar ÍR vinnur skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður eða skólastjóri er Jón Þóroddur, TF3JA. TF3SG leggur til að námskeiðið verði auglýst í dagblöðum og er það samþykkt. Rifjað er upp að PFS vill að sömu einstaklingar og hafa séð um prófin undanfarið haldi því áfram með Villhjálm Kjartansson, TF3DX í forystu fyrir því verkefni.

7. Afmælisár ÍRA

Ákveðið að TF3JA kanni vilja fyrrverandi formanna ÍRA til að taka þátt í afmælisnefnd.

Rætt um á hvern hátt skuli afmælisins minnst: Komið er leyfi fyrir að allar íslenskar amatörstöðvar geti notað 70 í sínu kallmerki í stað svæðistölunnar. TF70W og TF70IRA hafa þegar komið í loftið.

Rætt um að gefa út afmælisblað, halda afmælishátíð og sýna getu radíóamatöra til að halda uppi fjarskiptum um alla jörð óháð innviðum samfélagsins og hefðbundnum fjarskiptakerfum.

Stjórnarmenn ætla að setja fram tillögur hver fyrir sig um hverju félagið gæti staðið fyrir í tilefni afmælisársins og senda til formanns sem fyrst.

8. Viðburðir á vegum ÍRA fram að aðalfundi

Stjórn vill hitta lagabreytinganefnd, halda félagsfund, halda fræðslufundi um SDR o.fl., vísindaleiðangur til TF3LL, TF3EK ætlar að setja upp tillögu. Stjórnin hefur ennþá von um að takist að opna fyrir aðgengi félagsmanna að stöð félagsins.

9. Stöð félagsins

Loftnet, eftir er að ljúka viðgerð á SteppIR loftnetunum, yfirfara Fritzel fyrir sumarið, setja vindu á turn, ganga frá löngum vírum og setj upp 160 metra loftnet a la TF3EK.

10. Aðalfundur

Aðalfundur ÍRA 2016 verður haldinn laugardaginn xx. maí kl. 13:00 í xxx Reykjavík. Aðalfundurinn verður boðaður með tilkynningum á heimasíðu og póstlista fyrir lok mars með ábendingu til félagsmanna um að skv. 27. gr. félagslaga verða tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Fundarboð aðalfundar verður sent í tölvupósti til félagsmanna og birt á heimasíðu og póstlista í lok apríl. Tillögur að lagabreytingum verða sendar með fundarboði. Skýrsla stjórnar 2015-2016 og ársreikningur verða lagðar fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund.

11. CQ TF

Stefnt að útgáfu fyrir félagsfund og síðan öðru blaði fyrir aðalfund.

12. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. nóvember 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3SG, TF3DC, TF3EK og TF8KY.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Dagskrá lögð fram til samþykktar

Engar athugasemdir frá stjórn.

2. Fundargerðir starfsársins lagðar fram til samþykktar

Fundargerðir 8. og 9. stjórnafunda ræddar. Engar athugasemdir vegna þeirra né fyrri fundargerða starfsársins.

3. Skipan stjórnar

Vegna úrsögnar TF3ABN (TF3FIN) úr stjórn ÍRA þann 15. nóv: TF3JA leggur til að TF3EK taki sæti varaformanns sem stjórnin samþykkir. TF3SG kemur inn í stjórn sem meðstjórnandi.

4. Skipun í ýmis embætti

TF3JA óskar eftir athugasemdum um það að hann sé IARU tengiliður. Engar athugasemdir um það frá stjórnarmönnum. Einnig er TF3JA ritstjóri CQ-TF og stöðvarstjóri. TF8KY leggur til að auglýst sé t.d. á heimasíðu ÍRA eftir embættismönnum. Rætt um stöðvarstjóraembættið TF3SG leggur til að rifjað sé upp hvernig þetta embætti er hugsað. T.d. var áður laggt upp með að þetta embætti væri skipað fleirum ein einum. TF3JA leggur til að hver og einn stjórnarmaður skrifi sitt álit á þessu embætti. TF3JA og TF3EK ætla að klára þetta mál.

5. Undirbúningur fyrir fund 10. desember hjá F4X4

Snorri TF3IK verður með kynningu. Tilgangur fundar er að bera saman þessi áhugamál og sjá hvaða samleið þau geta átt. ÍRA þarf að greiða 10.000,- kr. fyrir notkun á salnum. Stjórnin samþykkir það.

6. Félagsfundur 14. janúar 2016

TF3JA vill halda félagafund til að félagsmenn geti komið með tillögur og sínar skoðanir á stefnu félagsins. Eitt á dagskránni mættu vera störf laganefndar. Sjá hvort laganefnd geti þar greint frá starfi sínu.

Hlutir sem mega vera á dagskrá:

  1. Lögin
  2. Stefna, hvað vilja félagsmenn að félagið geri?
  3. Afmælisárið, hvað vilja félagsmenn að gert verði? – rætt um hver gæti haft umsjón með viðburði.
7. Önnur mál

TF3SG vill vita hvort TF3CY hafi fengið svör við tillögum hans til loftnetamála. Stjórn ætlar að svara honum. Umræðan fór fram á stjórnarfundum 4 og 5. Stjórn er sammála sumum tillögum hans.

CQ-TF og prófnefnd. Umfjöllun skal sett í CQ-TF um fundinn með prófnefndinni. Umræðu varðandi prófnefnd frestað til næsta stjórnarfundar. TF3JA leggur til að fundargerð frá prófnefndarfundi liggi fyrir þá og verði tekin fyrir.

Almennt um námskeið og próf. Rætt um hlutverk félagsins og tilgang prófnefndar og hvað mætti gera betur. Námskeiðanefnd? Ætti félagið að finna einhverja leið til að hjálpa þeim nemendum sem vilja og telja sig þurfa. Hjálpin gæti falist í einhversskonar aukatíma þar sem leiðbeinandi greinir hvar þarf að skerpa á skilningi og aðstoða nemanda við að ná tökum á efninu.

Fundurinn með PFS. TF3SG óskar eftir fundargerð frá PFS fundinum sem TF3JA og TF8KY mættu á. TF3JA og TF8KY staðfesta að það stendur til að skila fundargerð eins og ákveðið var á 9. stjórnarfundi.