,

CQ TF, 1. tbl. 2013 komið á heimasíðuna

Nýtt tölublað CQ TF, 1. tbl. 2013, hefur verið vistað á vefsíðu ritsins á heimasíðu félagsins. Þetta
eintak er í ágætri upplausn, eða 15MB. Að þessu sinni er blaðið 35 blaðsíður að stærð. Meðal efnis:

  • Ritstjóra- og aðstoðarmannsspjall (TF3UA)
  • Frá formanni (TF3JB)
  • Umsögn EMC-nefndar Í.R.A. til PFS (TF3G, TF3UA, TF3Y)
  • Ferð á radíósafn í Gautaborg (TF1EIN)
  • TF3UA heimsækir ARRL (TF3UA)
  • Bókahorn CQ TF (TF3JB)
  • DX-hornið (TF3DC)
  • TF3SB QRV á RTTY o.fl. (TF3JB)
  • Fundargerðir stjórnarfunda (TF3UA)
  • Vetrardagskrá Í.R.A., tímabilið janúar-maí 2013 (TF3AM)

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, annaðist útgáfu blaðsins sem aðstoðarmaður ritstjóra, TF3KX.
Umbrot var í höndum Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS. Þess má geta til fróðleiks, að í þessu
hefti blaðsins birtast ljósmyndir af nær 50 félagsmönnum.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sæmundi og Vilhjálmi Ívari vönduð og fagleg vinnubrögð.


Ef vandkvæði koma fram við að hlaða blaðinu niður af vefsíðunni, kann það að vera vegna þess að viðkomandi félagsmaður eigi eftir að fá aðgangskóða hjá TF3CY, rekstrarstjóra vefmiðla. Skuldlausir félagsmenn geta sent tölvupóst til Benedikts á benedikt (hjá) ccpgames.com og fengið hann sendan.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − 1 =