CQ TF fyrir næstum 42 árum síðan
Það er alltaf fróðlegt að blaða í gömlum blöðum ekki síður en nýjum … þeir TF3KB og TF3DX skrifuðu mest af efninu sem birt er í CQ TF 1975. Hvort annar hvor þeirra skrifaði brandarana í blaðið kemur ekki fram.
Gamlir brandarar
OG SVO VAR ÞAÐ MAÐURINN,
— sem kallaði CQ DOG X-RAY, eða skyldi það hafa verið SEEK YOU DOG X-RAY. Hann fékk senda röntgenmynd af hundi í pósti.
— sem sá kallmerkið sitt á listanum yfir SILENT KEYS, þótt hann væri ennþá í fullu fjöri. “Að þetta skyldi nú þurfa að koma fyrir mig”, sagði hann og andvarpaði, “ég, sem hef alltaf verið fón-maður”.
Og hvað er nú fréttnæmt við þetta gamla blað? jú ÍRA er núna í nákvæmlega sömu stöðu og forsíðan gæti allt eins verið skrifuð í dag. En nú stendur til að bæta úr því og gefa blað út fljótlega og við auglýsum hér með eftir efni í blaðið.
TF3WZN er með nýja heimasíðu í smíðum og þiggur öll góð ráð og ábendingar.
f.h. stjórnar ÍRA
73 de TF3JA