CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2013
CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2013 verður haldin um helgina 9.-10. febrúar. Keppnin er tveggja
sólarhringa keppni og er markmiðið að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heim-
inn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur
kl. 23:59 á sunnudag. RTTY keppnin sker sig frá öðrum WPX keppnum í nokkrum meginatriðum:
- Fer ekki fram á 160 metrum.
- Aðstoð er heimil, þar sem ekki er í boði sérstakur einmenningsflokkur með aðstoð.
- Mest 30 klst. keppnisþátttaka er heimil í flokki einmenningsstöðva og hlé verða að lágmarki að vera 60 mínútur.
- Önnur stigagjöf. QSO frá TF innan Evrópu = 2 til 4 stig (eftir bandi) og 2 stig innan TF á lægri böndunum.
Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur). Skilaboð eru:
RST + hlaupandi raðtala (001 og s.frv.). Keppnisgögnum ber að skila til keppnisnefndar CQ eigi síðar en 15. febrúar n.k.
Vefslóð á keppnisreglurnar:
http://www.cqwpxrtty.com/rules.htm
Vefslóð á heimasíðu keppnisnefndar:
http://www.cqwpxrtty.com/index.html
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!