CQ WORLD WIDE SSB 2022 KEPPNIN – ÚRSLIT.
Úrslit liggja fyrir í CQ WW SSB keppninni 2022. Alls var skilað gögnum fyrir 10 TF kallmerki í 5 keppnisflokkum.
Hamingjuóskir til Benedikts Sveinssonar, TF1T sem náði mjög góðum árangri í keppninni í flokki stöðva á öllum böndum, háafli – eða nær 2,3 millj. heildarpunktum og 3.000 samböndum. Þessi árangur skilaði 38. sæti yfir heiminn og 10. sæti í Evrópu.
Ennfremur hamingjuóskir til Georgs Magnússonar, TF2LL sem náði góðum árangri í keppninni í flokki stöðva á 40 metrum, háafli – eða rúmlega 28 þúsund heildarpunkum og 211 samböndum. Þessi árangur skilaði 24. sæti yfir heiminn og 14. sæti yfir Evrópu.
Sérstakar hamingjuóskir til þeirra Júlíu Guðmundsdóttur, TF3JG og Kristjáns J. Óskarssonar, TF4WD sem tóku þátt í fyrsta skipti í þessari stóru alþjóðlegu keppni.
Síðast, en ekki síst hamingjuóskir til allra TF leyfishafa sem tóku þátt í keppninni.
Stjórn ÍRA.
.
Benedikt Sveinsson, TF3T. Eimennningsflokkur, öll bönd, háafl.
2,281,500 heildarpunktar. 3,000 QSO – 99 CQ svæði – 369 DXCC einingar – 36.5 klst. þátttaka. Nr. 38 yfir heiminn / nr. 10 í Evrópu.
Andrés Þórarinsson, TF1AM. Einmennigsflokkur, öll bönd, háafl.
251,804 heildarpunktar. 903 QSO – 56 CQ svæði – 182 DXCC einingar – 25.1 klst. þátttaka. Nr. 206 yfir heiminn / nr. 57 í Evrópu.
HRAFNKELL SIGURÐSSON, TF8KY. Einmenningflokkur, öll bönd, háafl.
151.488 heildarpunktar. 499 QSO – 46 CQ svæði – 146 DXCC einingar – 18.8 klst. þátttaka. Nr. 293 yfir heiminn / nr. 83 í Evrópu.
ÓÐINN ÞÓR HALLGRÍMSSON, TF2MSN. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.
152.736 heildarpunktar. 339 QSO – 63 CQ svæði – 195 DXCC einingar – 32.3 klst. þátttaka. Nr. 219 yfir heiminn / nr. 98 í Evrópu.
VILHJÁLMUR Í. SIGURJÓNSSON, TF3VS. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.
41.720 heildarpunktar. 259 QSO – 29 CQ svæði – 120 DXCC einingar – 18.4 klst. þátttaka. Nr. 717 yfir heiminn / nr. 362 í Evrópu.
KRISTJÁN J. GUNNARSSON, TF4WD. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.
39.325 heildarpunktar. 251 QSO – 30 CQ svæði – 113 DXCC einingar – 24.6 klst. þátttaka. Nr. 748 yfir heiminn / nr. 381 í Evrópu.
JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, TF3JG. Einmenningflokkur, öll bönd, lágafl.
4.087 heildarpunktar. 60 QSO – 20 CQ svæði – 41 DXCC eining – 7.5 klst. þátttaka. Nr. 1652 yfir heiminn / nr. 778 í Evrópu.
(Sérstök skrásetning í flokki nýliða (Rookie Overlay) nr. 186 yfir heiminn / nr. 97 í Evrópu)
ÁRSÆLL ÓSKARSSON, TF3AO. Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl.
4.879 heildarpunktar. 109 QSO – 7 CQ svæði – 34 DXCC einingar – 3.9 klst. þátttaka. Nr. 84 yfir heiminn / nr. 44 í Evrópu.
JÓNAS BJARNASON, TF3JB. Einmenningsflokkur, 20 metrar, láafl.
154 heildarpunktar. 6 QSO – 5 CQ svæði – 6 DXCC einingar – 0.2 klst. þátttaka. Nr. 68 yfir heiminn / nr. 41 í Evrópu.
GEORG MAGNÚSSON, TF2LL. Einmenningsflokkur, 40 metrar, háafl.
28.301 heildarpunktar. 211 QSO – 21 CQ svæði – 70 DXCC einingar – 9.4 klst. þátttaka. Nr. 24 yfir heiminn / nr. 14 í Evrópu.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!