,

CQ World Wide WPX CW keppnin fer fram um næstu helgi.

Keppnishópur/ Úrvalslið ÍRA í alþjóðlegum MORSE keppnum teljum við að hafi verið ágætlega skipaður undanfarin ár /áratugi. Þar hafa eftirtaldir radíóamatörar a.m.k. komið við sögu:

Kristinn Andersen TF3KX, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC, Haraldur Þórðarson TF3HP, Bjarni Sverrisson TF3GB, Jónas Bjarnason TF3JB, Stefán Arndal TF3SA, Gísli Ófeigsson TF3G, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Egill Ibsen TF3EO, Sigurður Jakobsson TF3CW, Jakob býr í Noregi TF3EJ, Axel Sölvason TF3AX, Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Kjartansson TF3DX, Benedikt Sveinsson TF3T, Þorvaldur Stefánsson TF4M, Þór Þórisson TF3GW, Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Guðlaugur Jónsson TF8GX, Andrés Þórarinsson TF3AM, Sveinn Guðmundsson TF3T (SK).  (Beðist er fyrirfram velvirðingar ef við höfum gleymt einhverjum).

Síðasta morse keppni sem ÍRA (TF3W) tók þátt í af sæmilegum krafti var CQWW CW 2015 en keppnisliðið þá var mannað af: TF3Y, TF3EO, TF3DC, TF3KX, TF3SA, TF3UA ásamt TF3EK og TF3JA með sérstaka áherslu á loftnetin. Þátttakan síðan þá í morse-keppnum frá félagsstöðinni hefur eiginlega verið til málamynda þó svo að hún hafi verið góð frá TF í einmenningsflokkunum.

Ekki stefnir í nein stórafrek frá félagsstöðinni um komandi helgi en áhugasamir eru beðnir að hafa sambandi við formann, TF3JA eða einhvern úr stjórninni ef áhugi er fyrir að virkja félagsstöðina í keppninni. Félagsstöðin er í ágætu lagi og er til afnota fyrir félaga ÍRA hvenær sem þeir óska.

Og ef ekki þá fylgir hér hvatning frá stjórn ÍRA til allra CW operatora um að þeir láti TF hljóma á böndunum um helgina.

Nánar um WPX keppnina, reglur o.fl.: https://www.cqwpx.com/

 

CQ Logo

CQ World Wide WPX Contest

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − 13 =