,

CQ WW DX SSB, heimsókn kanadískra amatörhjóna í Skeljanesið og fleira.

Á fimmtudagskvöld var TF3DC að koma inn í Skeljanesið og hitti þá fyrir erlend hjón. Óskar segir frá:

Ég hitti þau Gordon/VE3FRB og Theresu/VA3TGS fyrir utan félagsheimilið þar sem ég renndi í hlað. Þau stigu út úr leigubíl. Sögðust hafa farið á heimasíðuna og getað séð að fundir væru á þessum tíma í félagsheimilinu. Þau eru mest á VHF en taka þátt í stærri viðburðum amatöra í Canada. Aðspurð sögðust þau vera mjög lítið á HF og hefðu t.d. ekki haft samband við neina TF stöð. Þau Gordon og Theresa komu upp í sjakk og voru hrifin af aðstöðunni og af þeim fjölda sem var í félagsheimilinu. 73 de TF3DC.

Nokkrar íslenskar stöðvar eru að taka þátt í keppninni um helgina, TF4X fjarstýrð frá Reykjavík, TF3CW, TF3CY, TF2LL og kannski fleiri, sagt verður frá því betur hér að lokinni öflun upplýsinga.

Á DXCOFFEE.com var í gær komin frétt um að IG9Y keppnisliðið sem ætlaði að taka þátt í keppninni frá Lampedusaeyju á kallmerkinu IQ9Y væri hætt við þáttöku því loftnetin þeirra sem sjást á myndinni hér fyrir neðan fuku öll og eyðilögðust í stormi sem geisaði í Miðjarðarhafinu aðfaranótt fimmtudags. Eyjan Lampedusa er sunnan við Sikiley í Miðjarðarhafinu hálfa leið yfir til Túnis.

TF3DX sendi á irapóstinn í gær eftirfarandi frétt:

Sælt veri fólkið!
Fékk óvænt QSO í gær um kaffileytið. Kallaði í ZD8R á 12 m úr bílnum. Hann heilsaði mér með nafni og sagði “QSP frm OH2KI …. pse 28.001”.
Ég fór þangað og þar kallaði ZD8X í mig, og mikið rétt, þetta var Jorma OH2KI. Ég kynntist honum á fundinum í Finnlandi í haust, og á ráðstefnunni í Albena varð hann góður vinur og kröftugur stuðningsmaður tillögu okkar. Þá vildi svo til að konan hans hafði pantað ferð fyrir þau til Reykjavíkur vikulokin eftir að ráðstefnunni lauk, svo við hittumst líka hér og hann tók dálitla rispu á lykilinn í bílnum úti við Gróttu, sem TF/OH2KI/M. Ég skuldaði honum tölvupóst frá því fyrir viku u.þ.b. (latur að opna þessa dagana) og var einmitt að hugsa um að koma mér heim og svara honum þegar þetta QSO kom, mér alveg að óvörum! Hafði ekkert heyrt af þeirri fyrirætlan hans að vera á Ascension Island núna. Það er nærri beint í suður frá okkur, u.þ.b. 8° sunnan miðbaugs.
Hann er þarna ásamt Olli OH0XX (ZD8R) og Oliver W6NV (ZD8W). Þeir verða í CQWW SSB keppninni um helgina, og svo áfram fram á næsta fimmtudag og skottast þá í loftið, bæði CW og SSB trúi ég. Jorma verður líklega einkum á 10 m, hann er með monoband Yagi þar, sjá ZD8X á QRZ.com:

CQWWSSB 2014, ZD8X á SSB, 28 MHz, liðið ZD8W, ZD8R, ZD8X…. ZD8X QSL beint: Jorma Saloranta, OH2KI, Marjoniementie 28, 13330 Harviala, Finland. Sjá: Vefsíða OH2KI.

Lítill maður með stóru greiðuna sína: 4 stök á 10 metrum:

Mynd: G0CKV

73, Villi TF3DX

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × three =