CQ WW DX SSB KEPPNIN 2021
CQ World Wide DX SSB keppnin fór fram 30.-31. október. Keppnisgögn fyrir 11 TF kallmerki voru send inn, þar af 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log).
Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2022.
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl:
TF2LL – H=142 / EU=46.
TF8KY – H=456 / EU= 154.
TF2CT – H=690 / EU=244.
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð:
TF3T – H=86 / EU=33.
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl:
TF2MSN – H=227 / EU=115.
TF3VS – H= 1375 / EU= 753.
Einmenningsflokkur, 10M, háafl, aðstoð:
TF3AO – H=93 / EU=58
Einmenningsflokkur, 15M, lágafl, aðstoð:
TF3DC – H=85 / EU=40.
Einmenningsflokkur, 20M, lágafl, aðstoð:
TF3JB – H=83 / EU= 57.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!