CQ WW WPX SSB keppnin 2012, niðurstöður
Í janúarhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide WPX SSBkeppninni
sem fór fram helgina 24.-25. mars 2012. Alls sendu sex TF-stöðvar inn gögn til keppnisnefndar,
í fimm keppnisflokkum. Engin met voru slegin að þessu sinni enda skilyrði til fjarskipta afar erfið
(einkum fyrri dag keppninnar) sem glögglega kemur fram í meðfylgjandi töflu.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, keppti í einmenningsflokki á 14 MHz og náði bestum árangri
íslensku stöðvanna. Hann var með tæplega 1,8 milljónir stiga (1,351 QSO og 692 margfaldara).
Benedikt Sveinsson, TF1CY, keppti á öllum böndum og náði einnig góðum árangri. Hann var með
rúmlega 800 þúsund stig (984 QSO og 564 margfaldara). Andrés Þórarinsson, TF3AM,keppti í
sama flokki og var með tæplega 230 þúsund stig (524 QSO og 362 margfaldara).
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með niðurstöðurnar.
Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:
Keppnisflokkur |
Kallmerki |
Heildarárangur |
Fjöldi sambanda |
Fjöldi forskeyta |
---|---|---|---|---|
Einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl |
Unknown macro: {center}TF3CW* |
Unknown macro: {center}1,766,676 |
Unknown macro: {center}1,351 |
Unknown macro: {center}692 |
Einmenningsflokkur, 21 MHz, háafl, aðstoð |
Unknown macro: {center}TF3AO* |
Unknown macro: {center}81,039 |
Unknown macro: {center}302 |
Unknown macro: {center}227 |
Einmenningsflokkur, 28 MHz, háafl |
Unknown macro: {center}TF8GX* |
Unknown macro: {center}47,376 |
Unknown macro: {center}219 |
Unknown macro: {center}168 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl |
Unknown macro: {center}TF1CY* |
Unknown macro: {center}803,995 |
Unknown macro: {center}984 |
Unknown macro: {center}565 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl |
Unknown macro: {center}TF3AM |
Unknown macro: {center}228,422 |
Unknown macro: {center}524 |
Unknown macro: {center}362 |
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl |
Unknown macro: {center}TF3SG* |
Unknown macro: {center}167,399 |
Unknown macro: {center}286 |
Unknown macro: {center}229 |
*Viðkomandi stöð fær viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!