CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2021
CQ World Wide WPX SSB keppnin fór fram 27.-28. mars s.l. Fjórar TF stöðvar skiluðu gögnum í jafn mörgum keppnisflokkum, auk samanburðardagbókar (check-log).
Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2021.
TF2MSN 61,348 heildarstig; einm.flokkur, öll bönd, lágafl – 782/H; 479/EU.
TF3AO 24,656 heildarstig; einm.flokkur, 20 metrar, háafl – 180/H; 108/EU.
TF3T 27,048 heildarstig; einm.flokkur, 40 metrar, háafl – 106/H; 63/EU.
TF8KY 74,496 heildarstig; einm.flokkur, öll bönd, háafl – 983/H; 442/EU.
TF3JB samanburðardagbók (e. check-log).
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!