,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2025.

Alex M. Senchurov, TF3UT virkjaði félagsstöðina TF3W í CQ WW WPX SSB keppninni 29.-30. mars. Skilyrði voru ekki góð fyrri daginn og sagðist Alex aðeins hafa haft um 200 sambönd. Hins vegar björguðust málin á sunnudag þegar 10 og 15 metrarnir opnuðust. Alex keppti í einmenningsflokki, á öllum böndum, háafli, aðstoð.

Keppninni lauk með 1.087 samböndum og 560 forskeytum sem gerir um 1,2 milljónir heildarpunkta. Þakkir til Alex fyrir að virkja félagsstöðina.

Önnur TF kallmerki sem sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) eða heyrðust í keppninni: A.m.k. TF2MSN, TF3SG, TF3UA, TF3VS, TF3W, TF4WD og TF8KY. Frestur til að skila keppnisgögnum rennur út á miðnætti á föstudag.

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − 10 =