CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina
Talhluti CQ World-Wide WPX keppninnar 2013 fer fram um næstu helgi, 30.-31. mars n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 30. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 31. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru m.a. 8 einmenningsflokkar:
Keppnisriðlar |
Keppnisflokkar |
---|---|
Einmenningsflokkur | (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; (c) allt að 5W |
Einmenningsflokkur, aðstoð | (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W (c) allt að 5W |
Einmenningsflokkur, “overlay” | (a) “Tribander/single element”; (b) “Rookie” |
Fleirmenningsflokkur | (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; (c) enginn hámarksfjöldi senda |
Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm
Markmið keppninnar er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er unnt (TF1, TF2 o.s.frv.). Í WPX keppnunum er gerður greinarmunur á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig og QSO á 7, 3.5 og 1.8 MHz gefa 6 stig.
Þótt um sé að ræða tveggja sólarhringa keppni er vakin athygli á að keppendur í einmenningsflokkum þurfa að taka sér 12 klst. hvíld að lágmarki (sjá nánar í reglum). Í þessari keppni er notað raðnúmer sambanda á eftir kóða fyrir læsileika og styrk, t.d. 59-001. Þegar náð er 1000 samböndum er haldið áfram, þ.e. 1001 o.s.frv. (en ekki byrjað á ný á 001).
Lokadagur fyrir skil á gögnum til keppnisnefndar er laugardagurinn 6. apríl.
Morshluti keppninnar fer fram helgina 25.-25. maí n.k.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!