,

CQWW SSB DX keppnin 2010 um næstu helgi

CQWW SSB DX keppnin 2010 verður haldin um helgina 30.-31. október n.k. Hún hefst á miðnætti á föstudagskvöld og endar á miðnætti á sunnudagskvöld. Keppnin er ein af þessum stóru tveggja daga keppnum þar sem allir keppa á móti öllum. Reglurnar má sjá hér: http://www.cqww.com/rules.htm

Fyrir þá sem ekki ætla að taka þátt af alvöru í keppninni (sem er í góðu lagi), þarf vart þarf að taka fram, að í keppnum af þessu tagi eru starfræktar fjölmargar stöðvar frá “sjaldgæfum” löndum um heiminn og þessir tveir sólarhringar eru því mikill „veiðitími” fyrir þá radíóamatöra sem t.d. safna löndum fyrir DXCC og WAZ viðurkenningarskjölin o.s.frv.

Þegar þetta er skrifað er félagsstöðinni TF3IRA óráðstafað í keppnina. Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfrækja stöðina í keppninni geta sett sig í samband við Svein Braga Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóra.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 3 =