,

Dagur upplýsingasamfélagsins 2010

Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi 4U1ITU í aðalstöðvum ITU í Genf.

Dagur upplýsingasamfélagsins (World Information Society Day) var 17. maí. Margir radíóamatörar muna eflaust eftir fyrra heiti hans, sem var Alþjóða fjarskiptadagurinn (World Telecommunication and Information Society Day) en nafninu var breytt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2005.
Frá þessu er skýrt hér, vegna þess að radíóamatörar um allan heim starfrækja þann dag stöðvar með “ITU” viðskeytum, með 4U1ITU í Genf í fararbroddi. Norðurlöndin taka einnig þátt og mátt t.d. heyra stöðina 8S0ITU frá Svíþjóð. Gott tækifæri fyrir þá sem safna sjaldgæfum forskeytum.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 17 =