,

DAYTON SÝNINGUNNI 2021 AFLÝST

Á hverju ári eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Þrjár eru stærstar sem eiga það sameiginlegt að vera, hver um sig, alþjóðlegur vettvangur áhugamálsins. Þetta eru Ham Radio í Friedrichshafen í Þýskalandi, Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum og Tokyo Ham Fair í samnefndri höfuðborg Japans.

Dayton Hamvention sýningunni 2021 sem fyrirhugað var að halda 21.-23. maí n.k., hefur nú verið aflýst þann 11. janúar vegna Covid-19 faraldursins. Menn líta til næsta árs, 2022. Þetta verður 2. árið í röð sem aflýsa þarf sýningunni, sem annars hefur verið haldin árlega, óslitið frá 1952.

Verulegar líkur eru á að Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 2021, sem fyrirhugað er að halda 25.-27. júní n.k., verði einnig aflýst – en það hefur ekki verið ákveðið þegar þetta er skrifað. Verði henni ennfremur aflýst, verður það 2. árið í röð sem aflýsa þarf sýningunni, sem annars hefur verið haldin árlega, óslitið frá árinu 1975.

Óvissa ríkir ennfremur um Tokyo Ham Fair sem fyrirhugað er að halda 2.-3. október n.k.

Um 30 þúsund gestir heimsækja Dayton Hamvention ár hvert en sýningin hefur verið haldin óslitið frá árinu 1952 (ef frá eru talin 2020 og 2021). Ljósmynd: ARRL.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 5 =