DVD heimildarmynd frá 3YØX á fimmtudag
Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til Peter I Island, 3YØX. Sýningartími myndarinnar er klukkustund og er sýningin í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SG.
Leiðangursmenn höfðu alls 87,304 QSO á tæplega tveimur vikum í febrúar 2006. Önnur ferð með tæki og búnað til fjarskipta á amatörböndum hefur ekki verið farin þangað síðan, enda eyjan afskekkt, óbyggð og mikið veðravítiá þessum slóðum. Peter I er að mestu þakin íshellu og umlukin hafís (nánast árið um kring). Fjarlægð frá Suður-heimskautinu er rúmlega 400 kílómetrar.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega.
Á þessari vefslóð má lesa frásögn frá leiðangrinum:
http://www.paasw.nl/english/3y0x.htm
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!