,

DX-fréttir

TF3DX náði Japan á 160 m úr bíl á CW

Góðir félagar!

Veit einhver til þess að haft hafi verið 160 m QSO við Japan héðan úr bíl, eða annað álíka langt?

Undanfarið hef ég loks verið að klára breytingu á bílloftnetinu mínu og smíða til þess gerðan tjúner. Ekki síst til að geta hlustað úr bílnum á 160 m á stöðum þar sem suðið er minna en víðast í Reykjavík og heima hjá mér. Ekki seinna vænna að ná í skottið á þessu einstaka sólblettalágmarki, sem kannski kemur aðeins einu sinni á virkri æfi amatörs.

Ég keyrði út að Gróttu í kvöld til að prófa, og kallaði CQ DX á 1823 kHz CW. Eftir nokkur skipti svaraði JA7FUJ með vel læsilegt merki, ég gaf honum 569 og fékk 559 til baka. Ég sagði honum að ég væri með 100 W og “whip ant”, sem hann kvittaði fyrir.

Á eftir kallaði UA9FGR í Asiatic Russia, annan DX utan Evrópu hafði ég ekki.

Eftir þetta hlustaði ég eftir Japönum sem Evrópa var að hafa samband við, til að fá hugmynd um skilyrðin. Þau voru ekki sérlega góð, aðeins 2 voru með svo góð merki að ég las þá auðveldlega. Aðrir voru misilla læsilegir og marga heyrði ég bara alls ekki þó þeir fengju gott RST í Evrópu. Þegar TF4M kom á bandið kl. 21:30 tók hann 4 QSO, að ég held, við Japan. Ég heyrði engan þeirra. Þó suðið væri nógu daufara þarna úti á nesi en inni í bænum til að gera gæfumuninn fyrir notagildi bandsins, var það samt nóg til að kæfa veik merki.

Loftnetið er sett saman með “byssustingstengi” svo það er lítið mál að skipta á styttri topp fyrir umferðina, og/eða taka út spóluna.

Á 160 m fæ ég út 2,1 – 2,4 A RF eftir því hvaða samsetningu ég nota í stönginni.

73, Villi TF3DX

Takk strákar!
Það er komin staðfesting á tölvupósti, sem ég set hér með, m.a. vegna þess að þýðingin er nokkur gestaþraut sem ég gæti þegið hjálp með! En ég held að það yrði lítið úr okkur ef við þyrftum að spreyta okkur á Japönsku.

Hello.
Thank you for QSO for today. I was able to hear your signal surely, and to confirm it. None of JA seems to have been calling though CQ was put out after of me. I was surprised with mobile of 100W. Moreover, I thought pedeshon of the island with/M because I was.
Please send right or wrong of the photograph because my mail address is OK.
JA7FUJ

73, Villi TF3DX

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − 3 =