,

UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF STÖÐVA

DXCC er þekktasta og eftirsóttasta viðurkenning á meðal radíóamatöra. Í boði er að senda umsókn til ARRL þegar náðst hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar (lönd). Í boði eru alls 19 viðurkenningar; 12 eftir tíðnisviðum, 4 eftir tegund útgeislunar og 3 samkvæmt öðrum kröfum, auk skráningar á heiðurslista.

Yngvi Harðarson, TF3Y, er með bestan árangur TF-stöðva en hann eini íslenski leyfishafinn með skráningu á heiðurslista DXCC. Hann er með 344 lönd staðfest. Vart þarf að taka fram að þetta er glæsilegur árangur. Uppfærð staða TF-stöðva með bestan árangur í hverjum flokki var eftirfarandi þann 12. ágúst 2020:

  • DXCC Honor Roll, Mixed: TF3Y 344 lönd.
  • Mixed: TF3Y 344 lönd.
  • Phone: TF8GX 290 lönd.
  • CW: TF3Y 324 lönd.
  • RTTY/Digital: TF5B 207 lönd.
  • 10 metrar: TF3DC 216 lönd.
  • 12 metrar: TF3DC 207 lönd.
  • 15 metrar: TF8GX 215 lönd.
  • 17 metrar: TF3DC 242 lönd.
  • 20 metrar: TF5B 277 lönd.
  • 30 metrar: TF3DC 196 lönd.
  • 40 metrar: TF3SG 202 lönd.
  • 80 metrar: TF3SG 229 lönd.
  • 160 metrar: TF4M 240 lönd.
  • Challenge: TF3DC 1766 punktar.

Upplýsingar miðast við „virka skráningu“ í gagnagrunni DXCC þann 12. ágúst 2020. Virk skráning miðast við að uppfærsla gagna (frá hendi leyfishafa) hafi farið fram eftir 1. janúar 1994.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Félagsstöðin TF3IRA hefur alls fjögur DXCC viðurkenningarskjöl: DXCC Mixed, Phone, CW og RTTY/Digital sem er það nýjasta og bíður innrömmunar. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − 2 =