UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF STÖÐVA
DXCC er þekktasta og eftirsóttasta viðurkenning á meðal radíóamatöra. Í boði er að senda umsókn til ARRL þegar náðst hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar (lönd). Í boði eru alls 19 viðurkenningar; 12 eftir tíðnisviðum, 4 eftir tegund útgeislunar og 3 samkvæmt öðrum kröfum, auk skráningar á heiðurslista.
Yngvi Harðarson, TF3Y, er með bestan árangur TF-stöðva en hann eini íslenski leyfishafinn með skráningu á heiðurslista DXCC. Hann er með 344 lönd staðfest. Vart þarf að taka fram að þetta er glæsilegur árangur. Uppfærð staða TF-stöðva með bestan árangur í hverjum flokki var eftirfarandi þann 12. ágúst 2020:
- DXCC Honor Roll, Mixed: TF3Y 344 lönd.
- Mixed: TF3Y 344 lönd.
- Phone: TF8GX 290 lönd.
- CW: TF3Y 324 lönd.
- RTTY/Digital: TF5B 207 lönd.
- 10 metrar: TF3DC 216 lönd.
- 12 metrar: TF3DC 207 lönd.
- 15 metrar: TF8GX 215 lönd.
- 17 metrar: TF3DC 242 lönd.
- 20 metrar: TF5B 277 lönd.
- 30 metrar: TF3DC 196 lönd.
- 40 metrar: TF3SG 202 lönd.
- 80 metrar: TF3SG 229 lönd.
- 160 metrar: TF4M 240 lönd.
- Challenge: TF3DC 1766 punktar.
Upplýsingar miðast við „virka skráningu“ í gagnagrunni DXCC þann 12. ágúst 2020. Virk skráning miðast við að uppfærsla gagna (frá hendi leyfishafa) hafi farið fram eftir 1. janúar 1994.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!