,

DXCC viðurkenningaskjölin fyrir TF3IRA

Langþráðu takmarki var náð í síðustu viku, en þá voru DXCC viðurkenningaskjölin þrjú fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og bíða nú uppsetningar. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að DXCC viðurkenningaskjöl hafi ekki áður verið gefin út á félagsstöðina. Um er að ræða þrjú viðurkenningaskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir útgeislunar (Mixed). Hugmyndin var upphaflega að leitast við að fá skjölin til landsins í tíma fyrir 65 ára afmæli félagsins þann 14. ágúst s.l., sem náðist ekki. Mestu skiptir að viðurkenningaskjölin eru komin í hendur félagsins verður valin staðsetning í fjarskiptaherbergi félagsins næstu daga í samráði við stöðvarstjóra. Búist er við, að hægt verði að sækja um fjórða skjalið fyrir stafrænar mótanir (Digital modes) fyrir áramót. Ástæða er til að taka fram, að DXCC viðurkenningaskjölin eru félagssjóði að kostnaðarlausu, þ.e. umsóknargjald til ARRL, sendingarkostnaður og kostnaður við innrömmun eru gjöf til félagsins. Viðkomandi eru færðar bestu þakkir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − two =