Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn
Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá kennslukvöldum nr. 15 og 16 sem fram fóru 5. og 9. apríl s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Andrés Þórarinsson, TF3AM.
Um er að ræða 4 PowerPoint skjöl: Bylgjuútbreiðsla; Bylgjuútbreiðsla, dæmi; Loftnet og fæðilínur; og Loftnet ogfæðilínur, dæmi. Glærurnar má nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/
Ath. að þær eru vistaðar neðst í neðri kaflanum (neðst á síðunni) undir fyrirsögninni: Skjöl til hliðsjónar.
Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF3AM.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!