,

Efni í CQ TF 19. júní

Skilafrestur efnis í júlíhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er nk. sunnudag, 19. júní. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annað hvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Ritstjóri er reiðubúinn að aðstoða við að setja saman textann og ganga frá honum til birtingar. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar…

  • Áhugavert samband í loftinu nýlega?
  • Athyglisverð vefsíða, góð tímaritsgrein eða góð bók sem tengist amatör radíói?
  • Uppháhaldstækið í “sjakknum”? Radíótæki, mælitæki, verkfæri, eitthvað ómissandi?
  • Radíótækin, loftnet og bíllinn fyrir sumarið og ferðalög um landið.
  • Starfið í félaginu okkar, þjónusta við félagsmenn – hvað er gott og hvað má bæta?
  • Myndir, myndir, myndir,… lífga alltaf upp á blaðið.

Hafið samband við ritstjóra, sem aðstoðar við að setja efni saman og skrifar sjálfur upp úr punktum ykkar ef þið kjósið svo.

73 – Kiddi, TF3KX
ritstjóri CQ TF

cqtf@ira.is
GSM 825-8130

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − three =