EMC núna á fimmtudagskvöld í Skeljanesi
Friðrik Alexandersson rafmagnstæknifræðingur ætlar að koma í heimsókn til okkar í Skeljanesið núna á fimmtudagskvöld klukkan 20:15 og rabba við okkur um EMC í tilefni af þeirri miklu aukningu sem hefur orðið í notkun tíðnistýringar í aflgjöfum af ýmsu tagi og mótorstýringum. Nú flakka straumar af ýmsum gerðum og á ýmsum tíðnum um rafkerfin og ekki á allra færi að verjast þeim truflunum sem þessir straumar valda og sumir jafnvel telja að hafi áhrif á heilsu fólks.
Friðrik er rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís og hefur mikla reynslu og þekkingu á frágangi og jarðbindingu rafkerfa sem og frágangi smáspennulagna í þessu umhverfi allskonar flökkustrauma.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!