ENDURNÝJUN 50 MHZ HEIMILDAR 2025.
ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu, 5.3.2025, við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi sumarið 2025.
Stofnunin heimilar íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. apríl 2025. Gildistími er 6 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W. Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz. Heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi af völdum sendinganna þá skal þeim hætt. Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar.
Bent er á, að leyfishafar sem hug hafa á að nýta sér heimildina þurfa að sækja um það hjá FST (hrh@fjarskiptastofa.is) á sama hátt og verið hefur um sérheimildir á 160, 60 og 4 metrum – áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2024) gildir hún ekki í ár. Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.
Ánægjulegt er, að gildistíminn er nú mánuði lengri en á síðasta ári og hefst 1. apríl í stað 1. maí áður. En sérstaklega var sótt um þessa rýmkun í ljósi hagstæðra fjarskiptaskilyrða og að sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 er spáð á þessu ári.
Stjórn ÍRA.

Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!