VHF/UHF ENDURVARPAR
Upplýsingar dags. 4.11.2023/JB.
TF3RPK – kallmerki QRT og úthlutuð tíðni tekin úr notkun 3.11.2023 (a.m.k. um sinn).
TF3RPA – staðsetning Skálafell: 145.600 MHz, RX -600 kHz, tónstýring 88,5 Hz. Endurvarpinn er samtengdur með UHF hlekk við TF3RPJ og TF3RPB.
TF3RPB – staðsetning Bláfjöll: 145.650 MHz, RX -600 kHz, tónstýring 88,5 Hz. Endurvarpinn er samtengdur með UHF hlekk við TF2RPJ á tíðninni 439.975 MHz RX -7 MHz, tónstýring 88,5 Hz.
TF3RPI – staðsetning Bláfjöll: 439.950 MHz, RX -5 MHz. Stafrænn endurvarpi fyrir D-STAR tegund útgeislunar. Hefur gátt yfir netið út í heim.
TF2RPJ – staðsetning Álftanes á Mýrum í Borgarfirði: 145.750 MHz, RX -600 kHz, tónstýring 88,5 Hz.
TF1RPE – staðsetning Búrfell: 145.700 MHz, RX -600 kHz, tónstýring 88,5 Hz.
TF5RPD – staðsetning Vaðlaheiði: 145.625 MHz, RX -600 kHz.
70 CM HLEKKUR:
439.975 MHz (- 7 MHz) – QTH Bláfjöll (HP93ex). Hlekkurinn er tengdur við endurvarpann á Mýrum, TF3RPJ.
(Uppfært 4.11.2023/TF3JB).
Hér fer á eftir listi yfir alla þekkta endurvarpa og radíóvita sem eru í eigu íslenskra radíóamatöra. ÍRA á hluta þessara stöðva en sumar þeirra eru alfarið í eigu einstakra eða hóps af íslenskum radíóamatörum. Öllum handhöfum gildra leyfisbréfa radíóamatöra hér á landi er heimilt að nota endurvarpana í samræmi við þær umgengnisreglur sem hver og einn eigandi setur um sinn búnað. Sem dæmi er mikilvægt að hver og einn sem lyklar endurvarpa kynni sig með sínu kallmerki eins og almennar reglur kveða á um og blindar útsendingar eru ekki leyfðar. Ýmsar upplýsingar ásamt útbreiðslumyndum eru hér á eftir um endurvarpana og settar fram með þeirri ósk að sem flestir aðstoði við að halda þessum upplýsingum sem réttustum á hverjum tíma og sendi inn ábendingar um það sem kannski vantar og betur mætti fara. Myndir eru birtar litlar en sjá má stækkaða mynd með því að smella á litlu myndina.
Útbreiðslumyndir:
- Rauður litur sýnir staði þar sem búast má við merkisstyrk
- gult 5 – 10µV,
- grænt 2,5 – 5uV,
- blátt 1,25 – 2,5µV,
- fjólublátt 0,6125 – 1,25µV,
- ljósfjólublátt 0,3 – 0,6125µV.
Rauðu og jafnvel gulu svæðin ættu að vera nothæf með 2W handstöð og rubberduck loftneti.
Samtenging endurvarpa
Um er að ræða krossband endurvarp sem tengist bæði TF2RPJ og TF3RPB. Hugmyndin er að þetta bæti sambandið á Reykjavíkursvæðinu þannig að með litilli handstöð megi ná bæði um Borgafjörð og Suðurland.
TF endurvarpar í Google Earth / TF 2m Repeaters in Google Earth
TF3KB hefur unnið útbreiðslumyndir 2 m TF endurvarpa í Google Earth. Skrárnar sem fylgja þessari síðu má opna beint með Google Earth. Google Earth er ókeypis og má sækja það hér Google Earth býður að vista skrárnar og þarf þá ekki að hlaða skránum niður í hvert sinn sem ætlunin er að skoða áætlaða útbreiðslu endurvarpanna.
Endurvarpi kallaður TF1RPF er hugmynd TF3GL um staðsetningu endurvarpa á Skarðsmýrarfjalli ef aðstæður á Skálafelli og/eða Bláfjöllum breytast til hins verra. Malbikaður heilsársvegur er á Skarsmýrarfjall og fullkomin aðstaða hjá Vodafone og Mílu. Nota má þessar myndir til að meta ágæti slíkrar staðsetningar.
Auk framangreindra útbreiðslukorta getur verið gagnlegt til glöggvunar á heildarþekjun kerfisins og samanburðar á styrk einstakra endurvarpa, að skoða þá í mismunandi samsetningum.
Útbreiðslumyndir / Coverage
Kveikja má og slökkva á hverri staðsetningu og útbreiðslumynd fyrir sig með því að haka/afhaka í viðkomandi reit í Places-glugganum á vinstri toolbar í Google Earth. Ef QTH og myndir birtast ekki strax, getur verið að það þurfi að kveikja á með því að haka við í viðkomandi reiti. Einnig má gera útbreiðslumyndirnar gegnsærri eða ógegnsærri með þar til gerðum sleða.
- Staðsetning endurvarpa: QTH 2m TF endurvarpa
- Útbreiðsla endurvarpa: 2m endurvarpar – landið allt – 60m rasti
- Sameinuð útbreiðsla: endurvarpar saman og
- Sterkasti endurvarpi á hverjum stað: sterkasti endurvarpi
Útbreiðslumyndir í hærri upplausn / Coverage, hi-res
Fyrir útbreiðslumyndir með meiri upplausn verða skrárnar óhjákvæmilega stærri, og geta orðið of stórar: Stundum rekst maður upp í efri mörk Windows 32-bita stýrikerfisins, þau geta legið á bilinu rúmlega 2-4 GB, og eina leiðin framhjá því er 64-bita stýrikerfið. Google Earth hinsvegar virðist með mun lægri mörk, og birtir stundum stóran rauðan kross í stað myndar. Þetta virðist stærðartengt, og jafnframt eitthvað í sambandi við vinnsluminni og eða skjákort, og hefur komið fyrir á sumum tölvum í sumum tilvikum, en öðrum ekki.
Fyrir neðan eru útbreiðslumyndir í 25 m rasta fyrir endurvarpana á suðvesturhorninu. Hver mynd er of stór fyrir Google Earth, svo hverri þeirra var skipt upp í 9 smærri myndir:
- TF3RPA meiri upplausn.kmz: TF3RPA meiri upplausn
- TF1RPB meiri upplausn.kmz: TF1RPB meiri upplausn
- TF1RPE meiri upplausn.kmz: TF1RPE meiri upplausn
- TF1RPF meiri upplausn.kmz: TF1RPF meiri upplausn