,

Endurvarpinn TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

Hustler G6-144B loftnetið sem tengt er við TF1RPB. Ljósmynd: TF3WS.

TF1RPB (“Páll”) varð QRV á ný frá Bláfjöllum í dag, 9. nóvember, um kl. 13:00. Sigurður Harðarson, TF3WS, lagði á fjallið í morgun og tengdi Zodiac endurvarpann á ný. Hann hefur verið endurforritaður hvað varðar útsendingartíma (e. time-out) og er hann nú stilltur á 4 mínútur. Til upprifjunar eru vinnutíðnir endurvarpans þessar: 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX.

Í framhaldi uppsentingarinnar, voru gerðar prófanir, m.a. við Heimir Konráðsson, TF1EIN, sem var staddur í bíl í Hveragerði, Jónas Bjarnason, TF2JB, á Hvanneyri í Borgarfirði (heimastöð) og Ara Þór Jóhannesson, TF3ARI, í Reykjavík (heimastöð). Prófanirnar komu mjög vel út.

Stjórn Í.R.A. færir Sigurði Harðarsyni, TF3WS, sérstakar þakkir fyrir frábæra aðstoð.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + one =