,

Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz (60 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:

1. Leyfilegar mótunaraðferðir eru 3K0J3E (USB), 100H0A1A (CW) og 60H0J2B (PSK-31).
2. Hámarks útgeislað afl er 100W (20dBW).
3. Hámarks bandbreidd er 3 kHz.
4. Heimildin er veitt með þeim fyrirvara, að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax.
5. Heimildin gildir til 31.12.2014.
6. Kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.

Erindi PFS er svar við beiðni félagsins sem sent var stofnuninni fyrr í mánuðinum.

Núgildandi heimild, hefði að óbreyttu runnið út í lok þessa árs (2012). Ný heimild er áfram veitt á víkjandi grundvelli samkvæmt forgangsflokki 2. Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um til PFS áður en starfræksla er hafin á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is

Stjórn Í.R.A. fagnar áframhaldandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum á ofangreindu tíðnisviði til loka ársins 2014.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − sixteen =