,

ERINDI TF3VS Í SKELJANESI 7. NÓVEMER

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. nóvember.  Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hélt fræðsluerindi kvöldsins, sem var: „FT8 mótunarhátturinn“og hófst erindið stundvíslega kl. 20:30.

Vilhjálmur fór yfir og kynnti stafræna samskiptahætti sem fengu óvæntar stórauknar vinsældir þegar FT8 kom til sögunnar. FT8 er samskiptaháttur sem kynntur var árið 2017 af þeim Joe Taylor, K1JT og Steve Franke, K9AN og er 8 tóna tíðnihliðrunarlyklun sem sendir 13 stafi á 15 sekúndum með 50 Hz bandbreidd. Viðskiptin eru stöðluð bæði að lengd og innihaldi þar sem forritið metur styrk sambandsins.

Þá fjallaði hann um stillingar stöðva og forritanna, mikilvægi réttrar klukku í tölvunni og að lokum um afbrigði í FT8 viðskiptum sem iðulega eru notuð þegar um leiðangra eða sjaldgæfar eftirsóttar stöðvar er að ræða. Kallast það Fox/Hound hamur og það nýjasta, SuperFox/Hound. Sýndi hann hvernig þekkja má slík samskipti og hvernig menn bera sig að við að vinna stöðvar þannig.

Vilhjálmur lagði áherslu á að notendur kynntu sér vel leiðbeiningar Taylor‘s sem finna má í hjálpartexta forritanna, auk þess sem afbragðsgóðar leiðbeiningar eru t.d. frá Gary Hinson, ZL2IFB sem auðvelt er að finna með leit á netinu.

Gerður var góður rómur að erindi Vilhjálms og höfðu margir spurningar. Sérstakar þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir vel flutt erindi, fróðlegt og áhugavert.

Þetta fimmtudagskvöld var APRS búnaður félagsins tengdur á ný. Það voru þeir  Guðmundur Sigurðsson, TF3GS og Georg Kulp, TF3GZ sem önnuðust verkefnið. Georg mætti með RigExpert AA-600 loftnetssjá og var staðfest að Diamond  SX-200N VHF/UHF stangarnet stöðvarinnar var í góðu lagi, VSWR innan við 1,5. Vel gekk að uppfæra búnaðinn og tengjast. TF3IRA-1Ø er því QRV á ný eins og sjá má á vefsíðunni „APRS.FI“. Þakkir til þeirra Guðmundar og Georgs fyrir góða aðstoð.

Alls mættu 20 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í hæglætis vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA kynnti ræðumann kvöldsins, Vilhjálm Í. Sigurjónsson TF3VS.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS byrjaði stundvíslega kl. 20:30.
Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Pier Albert Kaspersma TF1PA, Jón Atli Magnússon TF2AC og Mathías Hagvaag TF3MH.
Einar Sandoz TF3ES, Kristján Benediktsson TF3KB og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Andrés Þórarinsson TF1AM og Vilhjálmur í. Sigurjónsson TF3VS. (Beðist er velvirðingar á skemmd í myndinni).
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Guðmundur Sigurðsson TF3GS og Georg Kulp TF3GZ tengdu og gerðu TF3IRA-1Ø APRS stöð félagsins QRV. QRG er 144.800 MHz.
Nýr borðfáni ÍRA kom úr framleiðslu í vikunni var frumsýndur fimmtudagskvöldið 7. nóvember. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + seven =