ERINDI TF3WS VAR MEÐ ÁGÆTUM
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 21. nóvember. Sigurður Harðarson, TF3WS hélt fræðsluerindi kvöldsins, sem var: „Gufunes-loftnetin, fyrir 80m bandið, sagðar reynslusögur og útskýrt hvað þarf til og hvernig þetta er gert“.
Sigurður sagði frá ferli sínum, m.a. stofnun Radíóþjónustu Sigga Harðar, glímunni við Landsímann, nýju Yeasu FT-180A talstöðvunum sem leystu eldri Landsímastöðvar af hólmi, og svo loftnetinu sínu, bílaloftnetinu sem tók við 50 Ohm kóax-kapli og stóð sig með ágætum, sérlega traustbyggt og entist vel. Hann sýndi fjölda ljósmynda og var með sýnishorn af neðsta hluta loftnetsins, þ.e. aðlögunarspólunni, smá legg og efri spólunni.
Gerður var góður rómur að erindi Sigurðar og fjöldi fyrirspurna kom úr sal sem hann leysti vel úr. Sérstakar þakkir til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS fyrir vel flutt erindi, fróðlegt og áhugavert.
Alls mættu 32 í hús (27 félagar og 5 gestir) þetta ágæta fimmtudagskvöld í hæglætis vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
(Þess má geta að erindið var tekið upp og verður það til niðurhals fljótlega).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!