,

Félagi okkar og vinur var jarðsettur í gær

Halldór, TF3GC kom til Íslands með Rannveigu móður sinni á árinu 1945 í stríðslok þá 16 ára gamall. Radíóáhuginn kviknaði hjá Halldóri einhverntíma  á áttunda áratug síðustu aldar og var hann í nokkur ár virkur og þekktur í loftinu á kallmerkinu FR1922. Halldór tók amatörpróf 1980 og valdi sér kallmerkið TF3GC. Halldór var mjög fær á Morse og virkur félagi í ÍRA. Það var sama hvað Halldór tók sér fyrir hendur það lék allt í höndunum á honum.

Halldór spilaði á gítar, málaði og teiknaði myndir eins hér má sjá dæmi um.

Halldór var í mörg ár virkur félagi í björgunarsveit Garðabæjar með sína leitarhunda Cesar og Thor. Hundarnir voru báðir undan Lady, Sheffertík sem kom til landsins á sínu eigin vegabréfi með mynd uppúr 1980. Halldór flutti með sína stóru fjölskyldu á Móaflöt í Garðabæ um svipað leyti og hann tók amatörprófið. Þar setti hann upp 12 metra hátt mastur og stórt loftnet, loftnetsgreiðu fyrir stuttbylgju sem ekki fór fram hjá neinum og oftlega kom fyrir að erlendir ferðamenn bönkuðu uppá til að forvitnast um hvað þetta undarlega mannvirki eiginlega væri.

Góður náinn vinur Halldórs segir á fésbók, “Halldór, eða “Gammel Carlsberg” eins og hann kallaði sig oft, var mjög virkur á sínum tíma með góð loftnet í Garðabænum. Þá tók hann virkan þátt í félaginu og var tilbúinn “til að halda í spotta” eins og hann kallaði það, þegar framkvæmdir voru í gangi. Sjálfur minnist ég góðra stunda sem við áttum saman, og þakka samfylgdina. 73 Sæli TF3AO”

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + three =