,

FÉLAGSAÐSTAÐA ÍRA 25. NÓVEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. nóvember frá kl. 20:00.

Athugið að grímuskylda er í húsnæðinu. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið en mest 3 samtímis og  QSL herbergi en mest 2 samtímis. Kaffiveitingar verða ekki í boði.

Þessar kröfur eru gerðar í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin ný bylgja Covid-19.

Vegna kórónaveirunnar er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Undirritu%c3%b0%20regluger%c3%b0%201211%202021.pdf

Töluvert er af radíódóti í boði á ganginum niðri. Myndin er af Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG en hann færði stóra sendingu af áhugaverðu dóti í hús s.l. fimmtudag.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB skoðar 90 cm. loftnetsdisk sem er upplagður fyrir fjarskipti gegnum Oscar 100 gervitunglið. Er í fullkomnu lagi. Armur og LNB festingar fylgja og veggfesting getur fylgt ef óskað er. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − nine =