Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 26. ágúst. Mannskapur á báðum hæðum, góður andi og létt yfir mönnum.
Mikið var rætt um skilyrðin, loftnet, fjarskiptatæki (og búnað), fæðilínur, truflanir á 80 metra bandinu og fleira. Kaffi og meðlæti gekk vel út.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri var búinn að flokka nýjar kortasendingar í hólfin. Mikill áhugi á radíódóti sem komið hefur í hús að undanförnu.
Alls mættu 26 félagar + 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta síðsumarskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!