FÉLAGSFUNDUR Í SKELJANESI 9. NÓVEMBER

Fimmtudaginn 9. nóvember verður haldinn félagsfundur í ÍRA í Skeljanesi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:30.
Félagar sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með fundinum og tekið þátt yfir netið. Notað er forritið Google Meet. Smellt er á vefslóðina: https://meet.google.com/sdf-aeqt-ktf til að fá tengingu.
Fundarstjóri er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og tæknistjóri er Hinrik Vilhjálmsson, TF3VH.
Dagskrá:
1. Félagsstöð ÍRA í Skeljanesi.
2. Endurúthlutun kallmerkja eftir lát leyfishafa.
3. Önnur mál.
Húsið verður opnað kl. 20:00 QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!