,

Félagssjóður festir kaup á MFJ-269 loftnetsgreini

MFJ standbylgju mælir.

Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega að festa kaup á loftnetsgreini frá MFJ fyrirtækinu til útláns til félagsmanna. Keypt var gerð MFJ-269 sem vinnur á tíðnisviðinu frá 1.8 MHz til 170 MHz annars vegar, og tíðnisviðinu 415 MHz til 470 MHz, hins vegar.

Nú fer loftnetatími í hönd og er miðað við að tækið verði tilbúið til útláns til félagsmanna frá 3. mars n.k. Lánstími verður ein vika (þ.e. frá fimmtudegi til fimmtudags) og verður innheimt 1 þúsund króna gjald fyrir hverja leigu. Tækið verður afgreitt í sérstakri tösku ásamt 12 volta spennugjafa. Því fylgir handbók (á ensku), millistykki til að breyta N-tengi fyrir PL-259 tengi, ásamt snúru með BNC-tengi fyrir aðrar mælingar. Innifalið í leigu eru 10 nýjar AA rafhlöður (ef nota á tækið utanhúss).

MFJ-269 er búið innbyggðum rafhlöðum til nota á vettvangi (t.d. úti við loftnet) sem og í fjarskiptaherbergi innanhúss (tengt við utanáliggjandi 12 volta spennugjafa). Til ráðstöfunar eru m.a. sveifluvaki með breytanlegri tíðni, tíðniteljari, tíðnimargfaldari, 12 bita A-D breytir og sérhæfður forritanlegur örgjörvi til mælinga. Með tækinu má gera margvíslegar mælingar á loftnetum og RF sýnvarviðnámi, þ.á.m. að mæla rafsegulfjarlægð til skammhleyptrar eða opinnar fæðilínu, töp í kóax fæðilínum og til mælinga á standandi bylgjum. Þótt tækið sé í raun hannað til greiningar á 50 ? loftnetum og fæðilínum, má auðveldlega stilla það til mælinga á hvaða sýndarviðnámsgildi sem er á bilinu 5-600 ?.

Tækið var keypt hjá fyrirtækinu DX Engineering í Bandaríkjunum og kostaði alls 61.245 krónur þegar allur kostnaður og aðflutningsgjöld höfðu verið greidd.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 10 =