FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI
Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 3. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX, formaður prófnefndar ÍRA með erindið: „Amatörpróf og undirbúningur fyrir þau“.
Kristinn mun m.a. fjalla um reynsluna af námskeiði félagsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í vor – bæði var í stað- og fjarnámi þegar 11 þátttakendur stóðust próf til amatörleyfis og prófað var á þremur stöðum á landinu.
Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Kristins. Kaffiveitingar í fundarhléi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!