,

Fjarskipti um gervitungl á laugardag

Ari Þ. Jóhannesson, TF3ARI

Benedikt Guðnason, TF3TNT

 

 

 

 

 

 

 

 

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins fer fram í Skeljanesi laugardaginn 20. október kl. 16-19. Þá munu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd um gervitungl fara fram.

Þetta er spennandi viðburður, m.a. í ljósi þess að TF3IRA er nú að fullu QRV til fjarskipta af þessu tagi, en á laugardag verður tekið í notkun nýtt “tracking” forrit frá Northern Lights Software Associates (NLSA), Nova for Windows; útgáfa 2.2c, sem er vinsælasta forritið af þessari tegund í heiminum í dag.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn sem hafa í hyggju að koma sér upp búnaði til gervihnattafjarskipta eða hafa áhuga á fjarskiptum af þessu tagi, að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.

Myndin er af VHF og UHF loftnetum TF3IRA sem eru notuð til fjarskipta um gervihnetti ásamt öðrum búnaði stöðvarinnar. Formagnararnir eru í ljósa kassanum fyrir neðan rótorinn. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Gervihnattabúnaður TF3IRA.

(1) VHF/UHF hringpóluð Yagi loftnet frá M2. VHF loftnetið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF loftnetið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. (2) Rótor er frá Yaesu af G-5400B gerð, sambyggður fyrir lóðréttar og láréttar stillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller) stýranlegur frá tölvu. (3) VHF og UHF formagnarar eru frá SSB-Electronic GmbH. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suðhlutfall á UHF. (4) Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl. Hún er 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + 14 =