,

Fjör á Vitahelginni

Klukkan er sex að morgni sunnudags og hér í Grímsnesinu heyrist vel í TF8IRA við Garðskagavitann morsa á 14.031 MHz í miklu Evrópukraðaki. Í morgun milli fimm og sex var ekki laust við að merkið frá honum væri fyrst með töluverðu heimskautadirri en núna er það stöðugt og hreint S5 á mælinum á IC-706 tengdri við G5RV loftnet í eins metra hæð yfir jörðu algerlega truflana- og næstum suðfrítt. Í gær var TF1IRA við Knarrarós í loftinu og TF3AO sagði aðspurður á fésbókarspjalli þetta um þeirra þáttöku:

…, kominn heim kl. 21:30. Í heildina um 70 sambönd, frá kl. 12 til 19. Þátttakendur, TF3GB á CW, TF3HP, TF3AO, TF3FIN og TF3PPN á SSB.

Mikið fjör var í gær og er enn við Garðskagavita en þar eru TF3IG, TF3ML með Marsbúann ásamt fjölda manns á skemmtisamkomu og einhverjum fleiri radíóamatörum. Myndin er ættuð af fésbók TF3ARI en myndasmiðurinn er líklega TF3ML.

Garðskagaviti 2013

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 2 =