,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA Á SUNNUDAG

Mynd frá flóamarkaði ÍRA 9. október 2022. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 lítur yfir tæki og búnað rétt fyrir opnun.

.

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17.

Markaðurinn er fyrir tæki og búnað sem félagsmenn stilla upp á borð í fundarsalnum – ýmist til sölu (eða gefins). Í boði er að það sem ekki hefur selst á fyrsta klukkutímanum verði sett á uppboð kl. 14. Valkvætt er hvort menn setja lágmarksverð á hlutina.

Stefnt er að því að streyma frá viðburðinum yfir netið (eins og gert var í fyrra) en það verður staðfest á morgun, laugardag (6. maí) á þessum vettvangi.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Húsið verður opnað kl. 13:00 á sunnudag.

Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri tæki/búnað með því að senda upplýsingar ira@ira.is Listi verður síðan birtur á þessum vettvangi á morgun laugardag (6. maí).

Stjórn ÍRA.

.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS hefur verið uppboðshaldari á flóamörkuðum ÍRA frá árinu 2010. Ljósmynd: TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − five =