,

FLÓAMARKAÐURINN Á MORGUN, SUNNUDAG.

Mynd frá flóamarkaðnum í fyrra (2022).

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17.

Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS stjórnar uppboðinu.

Félagsmenn geta fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og félagar í sal). Vefslóð:  https://meet.google.com/wzr-rwwe-uud   Notað verður forritið „Google Meet“. Jón Björnsson, TF3PW tæknistjóri mun opna á streymið skömmu fyrir kl. 14:00. Hringja má í 898-0559 (TF3JB) ef menn hafa spurningar.

Verið velkomin í Skeljanes – á staðinn og yfir netið!

Stjórn ÍRA.

Mynd frá flóamarkaðnum í fyrra (2022). Vilhjálmur í. Sigurjónsson TF3VS uppboðshaldari og Hinrik Vilhjálmsson TF3VH tæknistjóri. Framar á mynd: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 2 =