FLÓAMARKAÐUR ÍRA Í DAG
Flóamarkaður ÍRA verður haldinn í Skeljanesi í dag, sunnudag 9. október frá kl. 13-16.
Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboð hefst stundvíslega kl. 14:00.
Forskráningu á uppboðið með tölvupósti til ira@ira.is var lokað kl. 09 í morgun. Ef einhverjir eru seinir fyrir má hringja í Jónas, TF3JB í GSM 898-0559 til að skrá sig – og áður en uppboð hefst verður viðkomandi sendur tölvupóstur með vefslóð á viðburðinn. Notað verður forritið „Google Meet“.
Verið velkomin í Skeljanes – á staðinn og yfir netið!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!