,

FRÁ 75 ÁRA AFMÆLISKAFFI ÍRA

Félagið Íslenskir radíóamatörar, ÍRA var stofnað í Reykjavík 14. ágúst 1946. 75 ár voru liðin frá stofnun þess í fyrra (2021). Vegna Covid-19 faraldursins var veisluhöldum frestað þar til sunnudaginn 28. ágúst.

Þann dag var opið hús í Skeljanesi og var félagsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið að líta við og þiggja heitt súkkulaði, kaffi og gosdrykki, íslenskar pönnukökur og vöfflur með þeyttum rjóma og marsípan-rjómatertu, auk fleira góðgætis.

Alls mættu 57 félagsmenn og gestir þennan ágæta sunnudag í hæglætisveðri í vesturbænum í Reykjavík. Að auki barst mikill fjöldi af kveðjum frá félagsmönnum sem annaðhvort voru staddir erlendis eða í sumarfríi innanlands, auk samstarfsaðila.

Þakkir til allra, og sérstaklega til stjórnarmanna ÍRA sem önnuðust allan undirbúning og framreiðslu þjóðlegra veitinga, þeir Jón Björnsson TF3PW, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Georg Magnússon TF2LL og Jón Svavarsson, TF3JON sem lagaði heitt súkkulaði, einstakt að gæðum. Síðast en ekki síst, þakkir til þeirra TF3JON, TF3KB, TF3KX og TF3PW fyrir ljósmyndir.

Nánar verður fjallað um viðburðinn í næsta hefti félagsblaðsins CQ TF, sem kemur út 2. október.

Stjórn ÍRA.

Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA bauð gestum að gjöra svo vel þegar hann skar fyrstu sneiðina af tertunni. Ljósmynd: TF3JON.
Mathías Hagvaag TF3MH, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigurður Elíasson TF3-044 og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM. Ljósmynd: TF3KX.
Ralf Doerendahl HB9GKR, Peter Ens HB9RYV, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM. Ljósmynd: TF3KX.
Stefán Arndal TF3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB. Ljósmynd: TF3KX.
Yngvi Harðarson TF3Y og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmynd: TF3JON.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Erla Halldórsdóttir (XYL TF3KX). Ljósmynd: TF3KX.
Haukur Konráðsson TF3HK og Arnlaugur Guðmundsson TF3RD. Ljósmynd: TF3JON.
Georg Magnússon TF2LL, Svana Björnsdóttir (XYL TF3UA) og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM. Ljósmynd: TF3JON.
Kristinn Andersen TF3KX, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Georg Magnússon TF2LL, Jón Svavarsson TF3JON og Jón G. Guðmundsson TF3LM. Ljósmynd TF3PW.
Óþekktur og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmynd: TF3JON.
Jón Björnsson TF3PW, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og óþekktur. Ljósmynd: TF3KX.
Tekið á móti góðum gjöfum í fjarskiptaherbergi TF3IRA frá systurfélagi ÍRA í Sviss, USKA í tilefni 75 ára afmælisins. Frá vinstri: Peter Ens HB9RYV, Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA og Ralf Doerendahl HB9GKR. Ljósmynd: TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + 1 =