,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 10. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. mars.

Skemmtilegt kvöld og áhugaverðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Hansi Reiser, DL9RDZ frá Passau í Þýskalandi. Borgin er nærri landamærunum við Austurríki. Hansi er áhugasamur um tæknina og hefur m.a. verið virkur í hópi radíóamatöra sem standa að baki klúbbstöðinni við háskólann í Passau.

Yfir kaffinu var rætt um tæknina og heimasmíðar, áhugaverð skilyrði á HF, RF magnara, stöðvar, loftnet og annan búnað. Ennfremur rætt um CQ WW WPX SSB keppnina sem er framundan helgina 26.-27. mars n.k.

Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hansi Reiser DL9RDZ í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Hann var mjög hrifinn af búnaðinum, m.a. af uppbyggingu gervihnattahluta stöðvarinnar fyrir QO-100 gervitunglið sem hann þekkir vel til. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × five =