,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 12. MAÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. maí.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin, loftnet, fæðilínur og búnað. Einnig rætt um CQ WW WPX keppnina á morsi 28.-29. maí n.k.

Félagar á báðum hæðum. Haft var m.a. samband við DX leiðangurinn VU4W (Andaman Islands) frá félagsstöðinni. Stór sending af QSL kortum hafði borist, m.a. 4 kg frá Japan.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í svölu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 17 félagar í húsi.

Stjórn ÍRA.

Fjölmennt við stóra fundarborðið. Kristján Benediktsson TF3KB, Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Sigurður Elíasson TF3-044.
Mikið hefur gengið út af radíódóti, en nokkuð ennfremur bæst við bæði í fundarsal og niðri. Meira er væntanlegt á næstunni. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + 19 =