FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 16. JÚNÍ
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur okkar var Alex, UT4EK frá Úkraínu. Hann flutti til landsins í síðasta mánuði og á von á að dvelja hér á landi í allt að eitt ár. Hann er DX-maður og áhugasamur um keppnir og er m.a. félagi í Ukrainian Contest Club (UCC). Alex var mjög hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi og sagðist vera ánægður með að hitta svo marga íslenskra leyfishafa.
Mikið var rætt um skilyrðin, bæði á HF og á 4 og 6 metrum. Menn voru einnig áhugasamir um VHF/UHF leikana sem fara fram helgina 1.-3. júlí n.k. Þá var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem nálgast, en hún verður haldin 24.-26. júní. Benedikt Sveinsson, TF3T færði okkur tvö Kathrein VHF húsloftnet sem stoppuðu stutt við.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 4 gestir í húsi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!