Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. júní.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Vel fór út af nýinnkomnu radíódóti, m.a. allir rafhlöðustaukarnir utan einn, sem var skrúfaður í sundur og voru menn að fá sér ýmist 1 eða 2 geyma sem hver er 12VDC og 9 amperstundir.
Mikið var rætt um skilyrðin á HF og á 4 og 6 metrum, loftnet og uppsetningu í fjölbýlishúsum, ferðalög með tæki og búnað, m.a. á fjallatoppa (SOTA verkefnið) og Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem nú nálgast.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 3 gestir í húsi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-06-03 10:32:132022-06-03 10:41:33FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 2. JÚNÍ
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!