FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. júlí fyrir félagsmenn og gesti.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Mikið var rætt um tæki og búnað, m.a. nýju K4D stöðina frá Elecraft, en hugsanlega er eintak á leiðinni til landsins á næstu vikum. Einnig var rætt um stóru heimastöðvarnar frá FlexRadio, Icom, Kenwood og Yaesu. Menn voru ennfremur áhugasamir um TF útileikana sem byrja á hádegi á morgun, laugardag.
Smári Hreinsson, TF8SM færði félaginu töluvert magn af radíódóti sem verður til afhendingar frá og með næsta opnunarkvöldi.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildri léttrigningu í vesturbænum í Reykjavík. Alls 24 félagar og 1 gestur í húsi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!