FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 31. MARS
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ sem var í stuttri heimsókn á landinu.
Mikið var rætt um keppnir, leiðir til að ná bættum árangri og um DX‘inn. Einnig rætt um loftnet, tækin og búnað sem hægt er að koma sér upp til að vinna á truflunum (QRN). Vel gekk út af radíódótinu sem nýlega barst í hús enda margvísleg smíðaverkefni í gangi hjá mönnum.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í sólríku vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 22 félagar + 1 gestur í húsi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!